Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 164

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 164
Ritið sem hér um ræðir hefur þó ekki einungis gildi fyrir þá sem einbeita sér að fyrstu öldum kristni. Útgáfa og rannsóknir á norrænum miðalda- þýðingum hafa oft mátt lúta í lægra haldi fyrir umræðu um frumsamdar bókmenntir frá sama tímabili. Sú ákvörðun að gefa Tómasarsögn út í tveimur gerðum hinnar norrænu þýðingar er þess vegna mikill fengur fyrir alla þá fræðimenn - bókmenntafræðinga, sagnfræðinga, guðfræðinga, málfræðinga o.s.frv. - sem vinna að rannsóknum á íslenskum miðaldatextum. Akvörðunin kann þó að orka tvímælis á einhverja. Eflaust líta sumir sérfræðingar á sviði frumkristni svo á að miðaldatextinn hafi verið birtur á kostnað Tómasarsögu hinnar fornu og þannig rýrt gildi ritsins sem framlags á sviði nýjatestamentisfræða. Og mögulega kunna einhverjir miðaldafræðingar að líta svo á að hér sé á ferðinni útgáfa á Tómas sögu postula með allt of ítar- legum „inngangi“. Sú hætta er nefnilega alltaf fyrir hendi þegar farið er út í þverfaglegt samstarf eins og hér var ráðist í að útkoman verði hvorki fugl né fiskur, hvergi fullgilt framlag. Að mínu áliti tekst höfundum Frá Sýrlandi til Islands að forðast þessa hættu. Ritið á fullt erindi, hvort heldur á vettvangi frumkristinna fræða eða miðaldafræða. Auk þess tel ég að ólík sjónarhorn fræðimannanna tveggja varpi athyglisverðu ljósi á umfjöllunarefni hins sem hlýtur einnig að vera takmark samstarfs sem þessa. Annars vegar er umfjöllun Þórðar Inga um Tómas sögu postula og það trúarlega landslag rómversk-kaþólskrar tíðar sem hún spratt fram í mjög áhugavert dæmi um túlkunarsögu apókrýfra hefða og viðtökur þeirra í íslenskri frumkristni. Hins vegar veitir umræða Jóns Ma. um Tómasarritin gagnlega innsýn í það sögulega og hugmyndafræðilega samhengi sem norræna þýðingin á rætur að rekja til. Sú gagnrýni sem má færa fram gegn ritinu er helst sú að það hefði mátt vera lengra. Aður hef ég minnst á að til þess að gera Tómasarhefðinni fyllilega skil hefði verið æskilegt að texti Tómasarsögu hinnar elstu hefði verið hluti þessarar útgáfu. Auðvitað er þetta allt að því bíræfin aðfinnsla - slík þýðing hefði kostað ómældan tíma og orku og tafið útgáfu ritsins sem því næmi. En áfram skal haldið á þessum freklegu nótum. Umræða höfundanna sjálfra hefði sömuleiðis mátt vera lengri, a.m.k. standa eftir spurningar að lestri loknum sem forvitnilegt og æskilegt hefði verið að vita afstöðu höfundanna til. Úr því hefði t.a.m. mátt bæta með kafla sem Jón Ma. og Þórður Ingi hefðu skrifað saman (einstakir bókarhlutar eru sjálfstæð verk höfundanna hvors um sig). Illu heilli verður ekki af því úr þessu. 162
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.