Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 169

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 169
James L. Kugel, fyrrverandi Harvard-prófessor sem nú starfar í ísrael, einn fremsta gamlatestamentisfræðing samtímans. Hann ritar þar áhugaverða grein um myndun kanons, regluritasafnsins. Kugel fjallar um samskipti gyðinga og kristinna manna og fer vel á því, enda hefur afmælisbarnið sömuleiðis kynnt nemendum sínum gyðinglega siði, venjur og menningu ásamt því að taka þátt í samfélagi gyðinga hér á landi. Terje Stordalen, prófessor við Oslóarháskóla, er á svipuðum slóðum og Kugel þar sem hann veltir fyrir sér hugmyndinni um regluritasafn og hvað það feli í sér. Guðrún Kvaran, prófessor við Háskóla íslands, sem sat með afmælis- barninu í þýðinganefnd Gamla testamentisins ritar um áhrif Biblíunnar á íslenskar nafngjafir. Þá er grein Haralds Hreinssonar guðfræðings, „Orðræða um áhrifasögu: Rannsóknarsögulegt ágrip“, mjög áhugaverð og vel fram sett kynning á fræðasviðinu þar sem höfundur færir einnig rök fyrir vægi áhrifa- sögunnar í ritskýringu og biblíufræðum. Vel hefði mátt hugsa sér að hún stæði framar í ritinu, sem góður inngangur að þeim greinum sem fjalla um áhrifasöguna. Grein Haralds sameinar einnig tvö af hugðarefnum Gunnlaugs, þ.e. rannsóknarsögu og áhrifasögu. Göran Eidevall, nýskipaður prófessor við Uppsalaskóla, fer vel með val sitt á efni, en hann ritar um uppáhaldssálm Gunnlaugs (en óhætt er að segja að það er nánast ómögulegt annað en vita eftir mjög stutt kynni við afmælisbarnið hver uppáhaldssálmurinn er!), Sálm 121, og birtingarmyndir hans í þremur dæmum úr bandarískri menningu þar sem sagðar eru sögur í skugga síðari heimsstyrjaldar og helfarar (sem hljóta einnig að teljast til hugðarefna afmælisbarnsins). Áhugasvið Susan Gillingham, kennara við Oxford-háskóla, mætti segja að sé einna líkast áhugasviði Gunnlaugs, þ.e. áhrifasaga Saltarans. Á málþingi honum til heiðurs á afmælisdaginn ræddi hún einmitt það efni. Hún er án efa einn helsti fræðimaðurinn nú um stundir á sviði áhrifasögu og ritar hér mjög áhugaverða grein um Sálm 137 og hvernig sjón og heyrn mætist. Höfundur „heyrir“ sálminn með því að veita ljóðrænni uppbyggingu hans athygli, og „sér“ hann með augum sálmaskáldsins, um leið og hann „sér“ hann og „heyrir“ í ljósi viðtökusögu hans í myndlist og tónlist. Sannarlega áhugaverð efnistök sem leiða lesandanum enn frekar fyrir sjónir hversu margvísleg áhrif Biblíunnar eru, bæði á lesendur og áheyrendur textanna, en ekki síður á þau öll sem njóta lista sem byggja á textum ritningarinnar. Jafnframt staðfesta greinarnar sem fjalla um áhrifasöguna hversu gríðarlega mikilvægt það er að þekkja til Biblíunnar til að skilja betur list og orðræðu fyrri tíma, og ekki síður í nútíma. 167
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.