Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 171

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 171
sem er miðlægur í doktorsritgerð Gunnlaugs, þ.e. sköpunarsöguna og svo söguna af syndafallinu. Kirsten Nielsen, íyrsta konan á Norðurlöndum til að verða prófessor í gamlatestamentisfræðum, við Arósaháskóla, tengir einnig við „imago Dei“ og doktorsverkefni Gunnlaugs í grein sinni þar sem einnig er vikið að því ríkulega myndmáli sem finna má um Guð í Gamla testamentinu. Nielsen færir fyrir því rök að nauðsynlegt sé að notast við hið fjölbreytilega myndmál sem þar er að finna, í stað þess að einblína á einhverja eina mynd, eins og t.d. þá sem birtir ofbeldisfulla guðfræði. Þá eru ótaldar greinar sem e.t.v. má flokka undir „hefðbundna ritskýr- ingu“. Hér má nefna grein Kristins Ólasonar, eins ritstjóranna, sem fjallar um sigurljóð einnar kvenhetju Gamla testamentisins, Debóru, í Dómarabókinni. Jón Asgeir Sigurvinsson fjallar um guðsnafnið Jah í Gamla testamentinu. Karl William Weyde, prófessor við Menighetsfakultetet í Ósló, ritar um notkun hugtaksins massa í Gamla testamentinu, einkum í spámannaritunum. Þá er áhugaverð grein Yvonne Sophie Thöne, sem lauk doktorsprófi við háskólann í Kassel í Þýskalandi árið 2011, og hefur kennt við Háskóla íslands sem gistikennari á vegum Erasmus 2011 og 2012. Thöne skrifar um Sálm 55 þar sem hún með aðferðum frásagnarfræði (e. narratology) færir fyrir þvf rök að sálminn megi lesa sem bæn kynferðislega svívirtrar konu. Að lokum ber að nefna síðustu grein afmælisritsins, sem fjallar um forngrip í eigu dr. Shlomo Moussaieffs tengdaföður forseta Islands. Konrad Martin Heide, vísindamaður á CNMS-stofnuninni við Háskólann í Marburg, segir þar frá leirkersbroti með áletrun í 27 línum, sem álitið er frá því fyrir Babýlonarherleiðingu (586—538 f.Kr.). Grein Heides ber því ekki síst vitni hve persónulegt afmælisritið er að mörgu leyti, því Gunnlaugur hefur heimsótt dr. Moussaieff, séð söfn hans bæði í London og Herzliya í Israel og ritað um þau. Þannig hafa allar greinar ritsins einhverja persónulega tengingu við afmælisbarnið. Þær eru ýmist ritaðar af persónulegum vinum og kollegum erlendis, eða fyrrum nemendum og samstarfsfólki hér á landi og fjalla um þau svið biblíufræðanna sem helst hafa heillað afmælisbarnið. Sem slíkt verður ritið að teljast afar vel heppnað þar sem það hefur að geyma fróðlegar og læsilegar greinar eftir breiðan hóp höfunda sem varpa ljósi á gróskuna sem einkennir biblíufræðin. Áhrifasaga er þeim kostum búin að hún laðar að lesendur sem annars hefðu e.t.v. ekki lagt sig eftir lestri biblíufræða með margvíslegum teng- 169
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.