Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 56
Á s g e i r F r i ð g e i r s s o n
56 TMM 2010 · 4
Það er verkefni næstu ára og áratuga fyrir samfélög að draga lærdóm
af hruninu og aðdaganda þess en sem einstaklingur hef ég lært að það
er aldrei of varlega farið. Upplýsingar aukast og þekking vex en að sama
skapi verður erfiðara að greina staðreyndir frá staðhæfingum og sjá
muninn á sannleikanum og öllum sannleikanum. Eftir því sem fleiri
verða mér sammála því líklegra er að ég hætti að spyrja mikilvægra
spurninga. Hin almæltu sannindi leggja drögin að dómgreindarbresti
og þegar ég elti hjörðina veit ég ekki hvert ég er að fara.
Tilvísanir
1 Skírnir, tímarit Hins íslenska bókmenntafélag, Saga, tímarit Sögufélags, Ritið, tímarit Hugvís
indastofnunar og Tímarit Máls og menningar hafa frá árinu 2009 öll birt greinar um málefni
tengd hruninu. Þá skipta fræðilegar greinar um hrunið í dagblöðum, tímaritum og vefmiðlum
hundruðum ef ekki þúsundum.
2 Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur og lektor við Háskóla Íslands, Skírnir, haust 2009, bls.
286.
3 Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskólann á Bifröst, Tímarit máls og menningar
4 2009, bls. 59.
4 Vilhjálmur Árnason, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands, Ritið 2–3 2009, bls. 21.
5 Að ofan, bls. 27–28. Vísað til hugmynda Árna Daníels Júlíussonar sagnfræðings sem settar voru
fram í erindinu „Andóf í akademíunni“ í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, 3. febrúar
2009.
6 Arnfríður Guðmundsdóttir og Hjalti Hugason, guðfræðingar og prófessorar við Háskóla
Íslands, Ritið 2–3 2009, bls. 62 og 77.
7 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar,
Tímarit Máls og menningar 1 2010, bls. 6.
8 Guðmundur Jónsson, sagnfræðingur og prófessor við Háskóla íslands, Ritið 2–3 2009, bls.
35–57. Hann segir einnig frá því að rit Karls Marx séu aftur komin á hreyfingu og einhverjir
hafi tekið að glíma á nýjan leik við hið tyrfna höfuðrit félagsfræðingsins, Auðmagnið.
9 Morgunblaðið 4. október 2008: Viðtal við Hannes Hólmstein Gissurarson – sjá einnig: http://
hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/663971/.
10 Guðni Elísson, dósent í bókmenntafræði við HÍ, Saga, tímarit Sögufélags XLVII: 2 2009, bls.
117–146.
11 Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við HÍ, Saga, tímarit Sögufélags XLVII: 2
2009, bls. 158–174.
12 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, 1. bindi, 2. kafli, bls 31.
13 Sjá að ofan, bls. 31–48.
14 Sbr. Þorsteinn Pálsson, frv. forsætisráðherra, Þjóðmál 2. hefti, 6. árg. sumar 2010, bls. 124–
126.
15 Í bók eftir Andrew Ross Sorkin, Too Big to Fail, Allen Lane/Penguin Group, 2009, er að finna
frásagnir og lýsingar á athöfnum og atburðum í aðdraganda og eftirleik gjaldþrots Lehman
Brothers í september 2008 sem kallast á við frásagnir og lýsingar í skýrslu rannnsóknarnefndar
Alþingis um bankahrunið á Íslandi. Bandarísk stjórnvöld komu í veg fyrir hrun banka á borð
við Merryll Lynch, Goldmann Sachs, Morgan Stanley og tryggingarisans AIG með beinum
afskiptum og komu þar með í veg fyrir gríðarlega eignarýrnun og þar með væntanlega í veg
fyrir hrun kerfisins.
16 Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka segir í viðtali við Bloomberg fréttastofuna 24. sept
ember 2009 að stærstu bankar Bretlands hafi aðeins verið klukkustundum frá falli og þar með