Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 130
D ó m a r u m b æ k u r
130 TMM 2010 · 4
Titillinn, Bankster, er augljóslega dregin af enska orðinu „gangster“, það er
að segja glæpamaður og vísar á íronískan hátt til þess álits sem bankamenn
hafa notið í þjóðfélaginu í kjölfar hrunsins og sjálfsmyndar þeirra. Titillinn
gefur fyrirheit um að hér sé á ferðinni uppgjör bankamanns sem lék stóra rullu
í því sjónarspili sem uppgangur og fall íslensku bankanna var. Því er þó ekki
beinlínis að heilsa, nema að því leyti að Markús, aðalpersóna og sögumaður
skáldsögunnar, er þátttakandi í taflinu. En hann er miklu frekar peð í þessu
tafli – fórnarlamb í þessum hamförum – og þegar hann hefur misst vinnuna í
bankanum og stendur frammi fyrir gjörbreyttri stöðu, þarf hann að endur
meta líf sitt. Það endurmat snýst um það hvort hann hafi valið sér rétta braut
hvað menntun og starf varðar, en beinist þó ekki síður að Hörpu, sambýlis
konu hans sem einnig starfar í banka og missir vinnuna.
Formálinn
Bókin er tvískipt. Hún hefst á formála sem er uppskrift símtala Markúsar við
foreldra sína, einkum föðurinn, rétt fyrir hrunið. Í framhaldinu hefst svo
meginhluti frásagnarinnar í formi dagbókar sem Markús heldur í atvinnuleysi
sínu í kjölfar hrunsins.
Símtölin uppskrifuðu einkennast af spurningum föður Markúsar um
„ástandið“ í aðdraganda hrunsins. Þetta er ansi snjöll og kröftug byrjun á
bókinni, því með þessum hversdagslegu samtölum kemst ýmislegt forvitnilegt
til skila, bæði um bakgrunn Markúsar og viðhorf hans fyrir sjálft hrunið. Á
afar lágstemmdan hátt er til dæmis fjallað um þær blekkingar sem haldið var
að almenningi fram í rauðan dauða bankanna í kjölfar „guð blessi Ísland“
ávarps Geirs Haarde forsætisráðherra þann 6. október 2008.
Foreldrar Markúsar búa í litlu sjávarþorpi út á landi. Þau eru eins og hverjir
aðrir almennir borgarar á Íslandi sem skynja að eitthvað er ekki eins og það á
að vera en hafa engar forsendur til að átta sig fyllilega á því. Spurningar föður
ins og svör Markúsar leiða einnig í ljós hve lítið starfsmenn á borð við hann
vissu. En svörin leiða líka í ljós hve bjartsýnin og trúin á hið ofvaxna banka
kerfi var óbilandi. Grípum niður í samtal þeirra feðga föstudaginn 3. október
2008, fáum dögum eftir að ríkið yfirtók Glitni:
– Hefurðu áhyggjur?
– Ég er ekkert að drepast úr þeim. Landsbankinn og Glitnir eru svo ólík fyrirtæki,
bæði bankar en ótrúlega ólík fyrirtæki.
– Við skulum vona það.
– Trúum því. Það er bara þannig.
(bls. viiiix)
Þetta stutta brot úr samtali feðganna lætur ekki mikið yfir sér en það kallast á
við eitthvað stærra og meira sem mann rámar í að hafa heyrt óma í fjölmiðlum
þessa daga. Reynt var að telja fólk á að trúa því skilyrðislaust að allt myndi