Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2010 · 4 Árni Bergmann Athafnaskáld í draumleiðslu Jón Karl Helgason: Mynd af Ragnari í Smára. Bjartur, 2009. Þessi bók er einkennileg í laginu. Æviágrip Ragnars í Smára eru dregin saman og þrædd á streng sem teygir sig yfir nokkra daga í desember árið 1955. Það er þá að Ragnar flýgur til Kaupmannahafnar og síðan Stokkhólms til að verða vitni að því að Halldóri Laxness eru afhent bókmenntaverðlun Nóbels. Þetta hljóta að vera dagar mesta sigurs listunnandans og bókaútgefandans – eftirlæti hans í skáldaflokki fær þá viðurkenningu sem mest þykir um vert, Ragnar á sinn þátt í því að stórveldisdraumar lítillar þjóðar rætist, nú munar miklu um Ísland á þeim vettvangi mannlegra umsvifa sem honum er kærastur. Hann tekur líka stórt upp í sig þessa daga: í auglýsingu frá Ragnari um nýja útgáfu á Heimsljósi sem birtist um þetta leyti segir: „Mest umtalaða skáldsaga veraldar í dag …“ Bókin er ofin úr mörgum þráðum, þar koma við sögu greinar og viðtöl en þó mest bréf til Ragnars sjálfs og frá honum, ekki síst þau sem hann skrifar Ólöfu og Sigurði Nordal, þá sendiherrahjónum í Kaupmannahöfn. Stundum veit lesandinn af því að heimildirnar eru til orðnar löngu fyrir sögutímann eða nokkrum árum síðar. En oftar eru beinar eða lítt umskrifaðar tilvísanir í bréf og viðtöl teknar og notaðar í ímynduð samtöl Ragnars við þá Íslendinga sem hann hittir á leiðinni til Nóbelshátíðar: orð falla sem aldrei voru sögð við þau sem í þessari bók eru látin við þeim taka. Þessu lýsir Jón Karl Helgason sjálfur í eftirmála: „Heimildirnar … eru hér settar í allt annað samhengi en þær urðu til í og gegna jafnframt allt öðru hlutverki en upphaflega var ætlast til“ (333). Þetta púsluspil getur skilað skemmtilegum árangri en aðferðin er varasöm og fæðir af sér galla sem síðar verður vikið að. Hitt er víst, að kannski er þetta fyrsta ævisagan sem við sjáum svo gerða og um leið sú síðasta sem hægt er að skrifa einmitt á þennan hátt – því í henni náum við í skottið á þeirri öld sendi­ bréfa sem önnur fjarskipti hafa gengið af dauðri. Í þversögninni miðri Mynd af Ragnari heitir bókin, hvaða mynd er það? Að mörgu leyti staðfesting á því sem við eigum von á sem lifðum þá tíma sem frá segir og munum bæði Ragnar og aðra sem við sögu koma. Hér er kominn athafnamaðurinn ofvirki sem dælir margaríni, bókum, tónlist og myndlist út í samfélagið með því kappi að allt leikur á reiðiskjálfi. Sá örlyndi geðsveiflumaður sem hefur ótrúlegan áhuga á öllu sem lifir og hrærist og lýsir sjálfum sér svo að „venjulega er ég annaðhvort himinglaður eða sárhryggur“ (19). Og ekki síst sá maður sem lifir einmitt í þversögninni miðri. Kannski vill hann vera kapítalistinn fágæti sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.