Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 32
H a u k u r M á r H e l g a s o n 32 TMM 2010 · 4 litrófinu. Jafnvel sá fjölmenni hægriflokkur sem leiddi ríkisstjórnir hlynntar bandarísku hersetunni næstum allt tímabil kalda stríðsins og lengur heitir „Sjálfstæðisflokkur“ og byggir sjálfsmynd sína á meintu sjálfstæði Íslands. Háskólasamfélagið virðist í heild þjást af sömu hug­ myndafræðilegu sjónskekkju. Fyrir utan rannsókn bandaríska stjórn­ málafræðingsins Michaels T. Corgan18 hefur sáralítið verið fjallað um hersetuna og áhrif hennar á íslenskt samfélag. Mikilvægasta einstaka pólitíska staðreyndin um Ísland á 20. öld, 55 ára herseta, er enn fyrst og fremst yrkisefni skálda.19 Eftir að herinn hafði dregið saman starfsemi sína í Keflavík hvarf hann endanlega af landinu 15. mars 2006, án undangenginna samn­ ingaviðræðna, án þess að greiða bætur, án nokkurrar viðhafnar yfirleitt, að frátöldu bókasafni með 80 bókum um herfræði og stríðsrekstur sem var skilið eftir sem gjöf í kveðjuskyni handa íslenskum stjórnvöldum. Tveimur árum síðar, þegar alþjóðlega bankakreppan skall á í lok sept­ ember 2008, lýsti bandaríski seðlabankinn því yfir að hann mundi aðstoða seðlabanka í Svíþjóð, Noregi og Danmörku – en nefndi ekki Ísland. Skilaboðin voru ótvíræð: Þið eruð nú á eigin vegum. Þetta var á föstudegi. Næsta mánudag féll Glitnir, fyrstur íslensku bankanna. Áður en vika var liðin voru allir stóru bankarnir þrír komnir í ríkiseigu. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins hélt því fram í útvarpsviðtali árið 2009 að hefðu Bandaríkjamenn „ennþá verið hér“ hefðu þeir aldrei „leyft hruninu að verða“. Verufræðilegt óöryggi Árið 1960 gaf breski geðlæknirinn R.D. Laing út bók sína Klofna sjálfið þar sem hann leitaðist við að „greina hvers eðlis reynsla [hugkleyfrar] manneskju er af heiminum og sjálfri sér“.20 Laing notaði hugtökin hugkleyfur (e. schizoid) og geðklofa (e. schizophrenic) til að lýsa „stöðu heilbrigðs og geðveiks einstaklings hvorri um sig“ – ástand hugkleyfs einstaklings er dulinn geðklofi, ekki orðinn að geðveiki og ekki endilega einu sinni skaðlegur. Laing innleiddi hugmyndina um „verufræðilegt óöryggi“ sem lykilatriði til að skilja veru hins hugkleyfa í heiminum: Maður kann að skynja veru sína í heiminum sem raunveruleg, lifandi, heil og, í tímalegum skilningi, samfelld manneskja. Sem slík getur hann beitt sér í heiminum og mætt öðrum – heimi og öðrum sem hann skynjar sem jafn raunverulega, heila og samfellda. Slík manneskja, sem er í meginatriðum veru- fræðilega örugg, mun mæta öllum hættum lífsins, félagslegum, siðferðilegum, andlegum, líffræðilegum, á grundvelli miðlægs og trausts skilnings á því hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.