Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 112
D ó m a r u m b æ k u r 112 TMM 2010 · 4 það að dánarorð Snorra endurómi síðustu orð Skúla hertoga Bárðarsonar þegar hann var drepinn að Helgisetri í Þrændalögum 1240 og sagt er frá í Hákonar sögu Hákonarsonar. Þar segir að hann hafi mælt: „Höggið eigi í andlit mér, því at þat er engi siðr við höfðingja at gera [Flateyjarbók (1944–45): 514].“ Hvort hér sé um eiginlega samsvörun að ræða og orð Skúla skýri það sem Snorra verður að orði breytir það ekki því að Snorri er alveg óviðbúinn dauða sínum og svo vinasnauður að meira að segja fóstursonur hans fer að honum enda reynir hann ekki að verja sig. Lagt hefur verið til að Snorri hafi í raun tekið sér andlátsorð Skúla hertoga í munn. Því hefur einnig verið haldið fram að lýsingin á falli Sighvats Sturlu­ sonar sé samkvæmt því sem raunverulega gerðist en ekki ritklif. Þetta er í samræmi við þann skoðunarhátt að frásögn Sturlu sagnaritara í Íslendinga sögu sé sannleikanum samkvæm. En hvað sem staðreyndum frásagnar Sturlu sagnaritara líður er ljóst að hann ákvað hvaða atriði hann tók með í sögu sína og valdi að fylgja frásagnarhefð tíma síns. Ef litið er á hversu vandlega sagna­ ritarinn lýsir Sturlusonunum þremur, samskiptum þeirra og ágreiningi, bendir allt til þess að það sé ætlun sögumanns að áheyrendur/lesendur beri saman andlát bræðranna. Þórður Sturluson kemur fram í sögunni í hlutverki hins velviljaða ráðagerðamanns, Sighvatur sem vopnabróðir Sturlu, sonar síns, en Snorri er þarna undirhyggjumaðurinn sem svífst einskis til að ná sínu fram – svipað og föður hans er lýst í Sturlu sögu. Með því að lýsa andláti Þórðar og gefa þannig áheyrendum/lesendum tækifæri til að bera saman dauðastundir bræðranna leggur sögumaðurinn sérstaka áherslu á hversu ólíkir þeir bræður voru og gildi þess að sýna hófsemi eins og Þórður á að hafa gert af visku sinni. Samanburðurinn á bræðrunum nær síðan til næstu kynslóðar. Örlög Sighvats­ sona á Örlygsstöðum og óhamingja barna Snorra er í mótsögn við það að Sturla sagnaritari lifir öll átök aldarinnar af. Með ættartölur og ættarsagnir í farangr­ inum skrifar hann eftirmæli Sturlungaaldar að hætti sinnar tíðar. Hjá honum er Snorra Sturlusyni einkum lýst sem höfðingja og skáldi en ekki rithöfundi. Og á mælistiku þeirrar höfðingjahugsjónar sem gagnsýrir verkið var Snorri ekki eins sannur höfðingi og Þórður bróðir hans, jafnvel þótt hann yrði valda­ meiri! Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar Íslendinga saga er notuð sem heimild. Hún er raunveruleikinn séður í söguspegli hins mikla sagnamanns. En það sýnir hversu bundinn Óskar Guðmundsson er frásögn Sturlu að saga hans um Snorra verður miklu læsilegri eftir að hann fer að einbeita sér að frásögn Íslendinga sögu og rekja hana að mestu. Og þrátt fyrir gagnrýni hans á lýsingu Sturlu á Snorra verður mynd hans ekki ýkja frábrugðin þeirri sem Sturla bregður upp eða blæbrigðaríkari þegar öllu er á botninn hvolft. Óskar segir: „Í frásögninni í þessari bók hefur verið dregin upp mynd af vel mennt­ uðum heimsborgara, frumlegum fræðimanni, ágætu skáldi og frábærum sagnamanni. Hér hefur verið kynntur til sögu dálítið brokkgengur stjórnmála­ maður og að ýmsu mistækur einstaklingur í einkamálum [388–89].“ Síðar segir hann einnig:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.