Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 112
D ó m a r u m b æ k u r
112 TMM 2010 · 4
það að dánarorð Snorra endurómi síðustu orð Skúla hertoga Bárðarsonar þegar
hann var drepinn að Helgisetri í Þrændalögum 1240 og sagt er frá í Hákonar
sögu Hákonarsonar. Þar segir að hann hafi mælt: „Höggið eigi í andlit mér, því
at þat er engi siðr við höfðingja at gera [Flateyjarbók (1944–45): 514].“ Hvort hér
sé um eiginlega samsvörun að ræða og orð Skúla skýri það sem Snorra verður
að orði breytir það ekki því að Snorri er alveg óviðbúinn dauða sínum og svo
vinasnauður að meira að segja fóstursonur hans fer að honum enda reynir
hann ekki að verja sig.
Lagt hefur verið til að Snorri hafi í raun tekið sér andlátsorð Skúla hertoga í
munn. Því hefur einnig verið haldið fram að lýsingin á falli Sighvats Sturlu
sonar sé samkvæmt því sem raunverulega gerðist en ekki ritklif. Þetta er í
samræmi við þann skoðunarhátt að frásögn Sturlu sagnaritara í Íslendinga
sögu sé sannleikanum samkvæm. En hvað sem staðreyndum frásagnar Sturlu
sagnaritara líður er ljóst að hann ákvað hvaða atriði hann tók með í sögu sína
og valdi að fylgja frásagnarhefð tíma síns. Ef litið er á hversu vandlega sagna
ritarinn lýsir Sturlusonunum þremur, samskiptum þeirra og ágreiningi,
bendir allt til þess að það sé ætlun sögumanns að áheyrendur/lesendur beri
saman andlát bræðranna. Þórður Sturluson kemur fram í sögunni í hlutverki
hins velviljaða ráðagerðamanns, Sighvatur sem vopnabróðir Sturlu, sonar síns,
en Snorri er þarna undirhyggjumaðurinn sem svífst einskis til að ná sínu fram
– svipað og föður hans er lýst í Sturlu sögu. Með því að lýsa andláti Þórðar og
gefa þannig áheyrendum/lesendum tækifæri til að bera saman dauðastundir
bræðranna leggur sögumaðurinn sérstaka áherslu á hversu ólíkir þeir bræður
voru og gildi þess að sýna hófsemi eins og Þórður á að hafa gert af visku sinni.
Samanburðurinn á bræðrunum nær síðan til næstu kynslóðar. Örlög Sighvats
sona á Örlygsstöðum og óhamingja barna Snorra er í mótsögn við það að Sturla
sagnaritari lifir öll átök aldarinnar af. Með ættartölur og ættarsagnir í farangr
inum skrifar hann eftirmæli Sturlungaaldar að hætti sinnar tíðar. Hjá honum
er Snorra Sturlusyni einkum lýst sem höfðingja og skáldi en ekki rithöfundi.
Og á mælistiku þeirrar höfðingjahugsjónar sem gagnsýrir verkið var Snorri
ekki eins sannur höfðingi og Þórður bróðir hans, jafnvel þótt hann yrði valda
meiri!
Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar Íslendinga saga er notuð sem
heimild. Hún er raunveruleikinn séður í söguspegli hins mikla sagnamanns.
En það sýnir hversu bundinn Óskar Guðmundsson er frásögn Sturlu að saga
hans um Snorra verður miklu læsilegri eftir að hann fer að einbeita sér að
frásögn Íslendinga sögu og rekja hana að mestu. Og þrátt fyrir gagnrýni hans á
lýsingu Sturlu á Snorra verður mynd hans ekki ýkja frábrugðin þeirri sem
Sturla bregður upp eða blæbrigðaríkari þegar öllu er á botninn hvolft. Óskar
segir: „Í frásögninni í þessari bók hefur verið dregin upp mynd af vel mennt
uðum heimsborgara, frumlegum fræðimanni, ágætu skáldi og frábærum
sagnamanni. Hér hefur verið kynntur til sögu dálítið brokkgengur stjórnmála
maður og að ýmsu mistækur einstaklingur í einkamálum [388–89].“ Síðar
segir hann einnig: