Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 8
P é t u r G u n n a r s s o n
8 TMM 2010 · 4
tesar frá 1927 sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út árið 1973 í Síðustu
dögum Sókratesar, né heldur orðræðuna sem Sigurður lék sér að því að
semja í anda Sókratesar í spjalli við útvarpshlustendur um Líf og dauða
á útmánuðum 1940 (ég las hana í útgáfu AB frá árinu 1966), og náði
hápunkti í frásögninni af „Ferðinni sem aldrei var farin“ þar sem heim
spekikeisarinn Markús Árelíus grípur óvænt inn í líf föðurleysingjans
og verðandi auðnuleysingjans Luciusar, og var svo haganlega smíðuð að
menn álitu að Sigurður hefði kopípeistað hana úr fornklassísku verki.
Er ekki örugglega verið að lesa hana í efri bekkjum grunnskólans? Þar
ætti hún svo sannarlega heima ásamt með Hamskiptum Kafka.
En helst og fremst er það Íslensk menning sem gagntók mig og sem ég
hef sótt í yfirskriftina á þessu spjalli í dag, svohljóðandi:
„Ef ég gæti ekki elskað þessa þjóð, eins og hún var nú og hafði verið
á öllum öldum, með kostum hennar og göllum (og það var allt annað
en elska gallana sjálfa), fannst mér ég vera ættjarðarlaus, ekkert hafa
að verja, engin skilyrði til varna. … Ég varð að spyrja þess alveg hrein
skilnislega, hvort Íslendingar væru ógæfuþjóð og ógæfa að vera fæddur
meðal þeirra.“3
Ég minnist enn tilfinninganna sem þessar línur vöktu með mér þegar
ég las þær fyrst, svo óvenjulegt að fræðimaður gerðist jafn persónulegur,
legði sjálfan sig svo að segja að veði. Þessi orð koma vitanlega aftur upp
í hugann nú þegar þjóðin hefur verið niðurlægð og sett ofan í augliti
umheimsins. Við þekkjum svar Sigurðar, hvernig saga þjóðarinnar, málið
og bókmenntirnar voru honum næg réttlæting þess að ferðin væri farin.
Það var á öldufaldi lokaáfangans í sjálfstæðisbaráttunni þegar lýðveldið
hillti uppi innan seilingar. Aftur á móti núna í öldudalnum getur manni
fundist að það sé hið öndverða sem sé ríkjandi. Einhvers konar ósjálf
stæðisbarátta. Þjóðin hefur orðið fyrir áfalli, einn þáttur í þeim óförum
var ógrunduð og kjánaleg söguskoðun og því sýnist mörgum lækningin
felast í því að afbyggja eða vinda ofan af öllu sem okkur var áður talið til
gildis, að henda íslenskri menningu út með baðvatninu.
En látum vera þótt einhverjir landar okkar hafi verið og séu enn að
verða sér til skammar í útlöndum, samanber þegar landslið Íslands í
handbolta keppti á Evrópumóti í Vín síðastliðið sumar og við máttum
ítrekað horfa upp á landa með bjánaleg kýrhorn upp úr hausnum æpandi
framan í sjónvarpsvélarnar: „We are the Vikings!“ Sem stafar reyndar
ekki af of mikilli heldur of lítilli sögu. Enda hvaðan ætti þeim að vera
komin sú túlkun, varla úr námsbókum, sögukennsla í grunnskólum
leggur allt aðrar áherslur. Og fráleitt úr áhrifamesta miðli samtímans,
sjónvarpinu, en í samanlagðri sögu þess sem spannar víst orðið eina