Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 90
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
90 TMM 2010 · 4
Alltaf sama sagan?
Það er gömul klisja, en engu að síður sönn að smásögur eru forsmáð
bókmenntagrein á Íslandi. Smásagan er af mörgum álitin einhvers
konar aukabúgrein, sá höfundur sem ekki hefur skrifað heila skáldsögu
telst varla með. Þetta er nokkuð ólíkt þeirri mynd sem blasir við þegar
horft er til hinna Norðurlandanna, sérstaklega í Danmörku hafa
smásögur blómstrað síðustu áratugi. Á síðasta ári gáfu tveir þeirra höf
unda sem helst hafa helgað sig smásagnagerð á undanförnum árum út
smásagnasöfn og Steinar Bragi, sem hefur verið drjúgur við að birta
smásögur í tímaritum undanfarin misseri sendi frá sér safn þriggja
nóvella.
Maður fær stundum á tilfinninguna að búið sé að segja allt um
sögur Gyrðis Elíassonar. Sem tryggur lesandi Gyrðis fær maður líka
stundum á tilfinninguna að verk hans hafi lítið breyst árum saman.
Árið 2009 sendi Gyrðir frá sér tvær bækur, smásagnasafn og ljóðabók.
Það er fróðlegt að bera saman þessar tvær bækur við álíka tvennu sem
Gyrðir sendi frá sér fyrir árið 1991, Heykvísl og gúmmískó og Vetrara
form um sumarferðalag. Slíkur samanburður leiðir manni fyrir sjónir
hversu mikið skáldskapur Gyrðis hefur þróast. Þótt vissulega megi
finna þræði í smásagnasafninu Milli trjánna sem ná alla leið aftur til
fyrstu smásagnanna í Bréfbátarigningu þá hafa smásögur Gyrðis tekið
stakkaskiptum. Atburðarásin sem hann virtist lengi vel forðast er orðin
mikilvægari og persónurnar og innra líf þeirra fyllra. Þetta hefur verið
hægfara þróun í átt að hefðbundnari frásögn, stundum svo hægfara að
maður tekur ekki eftir henn frá bók til bókar, að ætla að fylgjast með
þróun Gyrðis skref fyrir skref er svolítið eins og að horfa á plöntu vaxa.
Sögurnar í Milli trjánna eru margar fremur drungalegar, margar
þeirra eftirminnilegustu lýsa einförum á ferðalagi, jafnvel ferðalagi
sem lýkur með dauða eins og í sögunum „Gjörningaþoka“ og „Kalt
vatn“. Eins og frá upphafi ferils Gyrðis eru fleiri en einn heimur innan
spjalda bókarinnar. Í þessum nýjustu sögum Gyrðis eru bæði skrímsli
og draugar, sumar vættirnar eru jafnvel grunsamlega kunnuglegar úr
fyrri bókum hans. En það er engu líkara en handanheimurinn verði
sífellt fjarlægari og fölari.
Sá þunglyndislegi tónn sem einkennir sögurnar styrkist enn sé hún
lesin samhliða ljóðabókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. Ein
stakar setningar og myndir flæða á milli bókanna tveggja og kallast á.
Ljóðin eru þó persónulegri og opinskárri eins og gefur að skilja.
Himinninn yfir Þingvöllum eftir Steinar Braga er eitt þeirra þriggja