Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 72
H e i m i r Pá l s s o n 72 TMM 2010 · 4 liggur bara í að þá verður sonur að merkja ,dóttursonur‘, því samkvæmt Snorra­Eddu er Bölþór afi Óðins. – En einmitt samkvæmt Snorra­Eddu. Við erum sífellt að nota það verk til að skýra miklu eldri kveðskap.8 En meður því að hér hefur oftar en um sinns sakir verið vikið að Snorra­Eddu og því hvernig höfundur hennar hafi lesið goðsögurnar fyrir okkur, er meira en tímabært að víkja að þeim útfgáfum Gunnlaðar sögunnar sem Snorri býður upp á. Gunnlaðarsögur Snorra-Eddu Svo mikill er munur á gerðum Snorra­Eddu að ógerningur er annað en tala um tvær sögur þar. Önnur er vel kunn og prentuð í öllum útgáfum. Það er snilldarverkið sem lesa má í Konungsbókargerðinni og öðrum samstofna handritum. Heildarsagan um skáldamjöðinn er of löng fyrir þessa grein, en kaflinn um Gunnlöðu er nauðsynlegur: Bragi svarar: Sjá saga er til þess að Óðinn fór heiman og kom þar er þrælar níu slógu hey. Hann spyr ef þeir vilji að hann brýni ljái þeirra. Þeir játa því; þá tekur hann hein af belti sér og brýndi, en þeim þótti bíta ljáirnir miklu betur og föluðu heinina. En hann mat svo að sá er kaupa vildi skyldi gefa við hóf, en allir kváðust vilja og báðu hann sér selja, en hann kastaði heininni í loft upp. En er allir vildu henda, þá skiptust þeir svo við að hverr brá ljánum á háls öðrum. Óðinn sótti til náttstaðar til jötuns þess er Baugi hét, bróðir Suttungs. Baugi kallaði illt fjárhald sitt og sagði að þrælar hans níu höfðu drepist, en taldist eigi vita sér von verkmanna. En Óðinn nefndist fyrir honum Bölverkur. Hann bauð að taka upp níu manna verk fyrir Bauga, en mælti sér til kaups einn drykk af Sutt­ ungamiði. Baugi kvað einskis ráðs eiga af miðinum, sagði að Suttungr vildi einn hafa, en fara kveðst hann mundu með Bölverki og freista ef þeir fengi mjöðinn. Bölverkur vann um sumarið níu mannsverk fyrir Bauga, en að vetri beiddist hann Bauga leigu sinnar. Þá fara þeir báðir til Suttungs. Baugi segir Suttungi bróður sínum kaup þeira Bölverks. En Suttungur synjar þverlega hvers dropa af miðinum. Þá mælti Bölverkur til Bauga að þeir skyldu freista véla nokkurra ef þeir megi ná miðinum, en Baugi lætur þat vel vera. Þá dregur Bölverkr fram nafar þann er Rati heitir, og mælir að Baugi skal bora bjargið ef nafarinn bítur. Hann gerir svo. Þá segir Baugi að gegnum er borað bjargið, en Bölverkur blæs í nafars raufina, og hrjóta spænirnir upp í móti honum. Þá fann hann að Baugi vildi svíkja hann og bað bora gegnum bjargið. Baugi boraði enn, en er Bölverkur blés annað sinn, þá fuku inn spænirnir. Þá brást Bölverkur í orms líki og skreið í nafars­ raufina, en Baugi stakk eptir honum nafrinum og missti hans. Fór Bölverkur þar til sem Gunnlöð var og lá hjá henni þrjár nætur, og þá lofaði hún honum að drekka af miðinum þrjá drykki. Í inum fyrsta drykk drakk hann allt úr Óðreri, en í öðrum úr Boðn, í inum þriðja úr Són og hafði hann þá allan mjöðinn. Þá brást hann í arnarham og flaug sem ákafast. En er Suttungur [svo í Trektarbók og Upp­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.