Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 129 Smára (234) – en þessa umkvörtun hafði Þóra falið dagbók sinni að geyma og hefði síst borið undir Sigurð Nordal. Eða þegar pólitískar játningar Ragnars í einkalegu bréfi til Bjarna Benediktssonar, sem fyrr var á minnst, eru teknar úr sínu samhengi og Ragnar látinn lesa þær yfir Helga Briem sendiherra sem honum er afar hvimleiður að því er best verður séð (308, 321). En ekki skal nú lengur kvarta yfir þessum hlutum. Það er fengur að mjög mörgu í þessari bók um Ragnar í Smára. Þar má finna mörg ágæt umhugsunar­ efni. Og bæði skemmtilegar og merkar upplýsingar um litríkan mann, róttækan og um leið íhaldssaman, mann sem er í senn haldinn vissum fortíðarsöknuði eftir einföldu og fátæku lífi og er útópisti sem dreymir stóra drauma um rík­ mannlegt líf í list. Listfíkil sem getur tekið upp á því að skrifa listakonu sem hann hefur mætur á: „Fagrir eru litir þínir … en lífið sjálft, í sinni frumstæðu nekt, á það til að töfra fram þann skáldskap sem er æðri allri myndlist, orðlist og tónlist“ (312). Mann sem svo sannarlega verður ekki gleyptur í einum bita. Heimildir Innan sviga eru blaðsíðutöl úr bók Jóns Karls Helgasonar. HKL – Halldór Laxness: „Minníng um Ragnar Jónsson“. Og árin líða, 1984. EIM – „Trúin og listin – haldreipi og lífsfylling nútímafólks“. Viðtal við Ragnar Jónsson í Smára. Eimreiðin 1975. MJ – Matthías Johannessen: Í kompaníi við Þórberg, 1989. Ummæli Þórðar Sigtryggssonar voru látin falla í samtali við Ragnar og greinarhöfund. Ívitnun í Lev Tolstoj er úr 59 kafla fyrri hluta skáldsögunnar Upprisan. JKH – Jón Karl Helgason: Hetjan og höfundurinn, 1998. Í þessari bók birtir höfundur óstytta alla ferðarollu Ragnars í bréfi til Sigríðar Jónsdóttur, sem hann notar annars óspart í „Mynd af Ragnari“ í frásögn af öllu sem gerðist áður en sjálf Nóbelsveislan hófst. Ingi Björn Guðnason Saga af sambandi Guðmundur Óskarsson: Bankster. Ormstunga 2009. Þegar má tala um nokkurskonar bókmenntagrein á Íslandi sem kalla mætti „hrunbókmenntir“, það er að segja skáldverk sem fjalla beinlínis um tímabilið rétt fyrir og eftir hrun íslenska fjármálakerfisins haustið 2008 og þær afleiðingar sem það hefur haft. Skáldsaga Guðmundar Óskarssonar, Bankster, fyllir þennan flokk ásamt fleiri verkum sem þegar hafa litið dagsins ljós. Í fljótu bragði koma upp í hugann tvær aðrar skáldsögur frá árinu 2009, þótt ólíkar séu, það er að segja Gæska Eiríks Arnar Norðdhal, og Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason. Vafalaust mætti nefna fleiri verk frá síðasta ári í þessu samhengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.