Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 134
D ó m a r u m b æ k u r
134 TMM 2010 · 4
Um kvöldið þegar við vorum að taka plastið utan af bókunum kom í ljós að við
höfðum keypt nokkrar sem við áttum fyrir. Harpa sagði að það væri í fínu lagi af því
bækurnar væru svo litríkar og tækju sig vel út á dreif um svarta hillusamstæðuna. Ég
var sammála […] Og vinahjón okkar voru sammála […] þau tóku nokkur skref frá
bókunum, til að sjá þær betur, litu á hvort annað og töluðu lengi um „skemmtilega
lausn“. Fljótlega eftir þetta skelltu þau sér í forlagsverslunina og keyptu sjö sett af
ritröðinni, tæplega þrjúhundruð bækur, til að fylla smekklegu spíralvegghillurnar
sem þau höfðu keypt um vorið og tóku sig ekki nógu vel út tómlegar.
[…]
Ég var hættur að sjá bækurnar í hillunum, þær voru hættar að vera bækur og orðnar
hluti af sviðsmyndinni. Þess vegna kom mér hálfpartinn á óvart þegar ég gat lagt
fingur á eina þeirra og dregið hana til mín, kom mér á óvart að hún skyldi hvorki
vera úr plasti né tré og ekki einu sinni föst við hinar bækurnar. Þetta var á miðviku
daginn. Ég er búinn að lesa fjórar bækur í vikunni. Það er örugglega persónulegt
met (bls. 26–27).
Bankster er algjör samtímasaga. Hún er skrifuð í beint inn í samtíma sem mun
líklega seint gleymast. Þetta er látlaus bók, lágmælt raunsæi. Í henni fer ekki
fram kröftugt uppgjör eða hvöss gagnrýni á aðdraganda og eftirmála hrunsins.
En þeim mun nöturlegri verður myndin sem hún dregur upp af af hugmyndum
og viðhorfum nokkuð afmarkaðs hóps tiltekinnar kynslóðar sem tók sín fyrstu
skref í atvinnulífinu og naut góðs af blekkingarleik efnhagsuppgangsins á
Íslandi á fyrsta áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar.
Silja Aðalsteinsdóttir
Heimsókn í gamalt safn
Matthías Johannessen: Vegur minn til þín. Ástráður Eysteinsson annaðist útgáfuna og
ritaði eftirmála. Háskólaútgáfan, 2009.
Nýjasta ljóðabók Matthíasar Johannessen, Vegur minn til þín, er falleg bók, í
óvenjulegu en smekklegu broti og með listrænum ljósmyndum eftir Önnu Jóa
myndlistarkonu á kaflaskilum og á kápu. Þetta er líka mikil bók að vöxtum; við
erum ekki vön ljóðabók (sem ekki er safn úr fleiri bókum) upp á 250 síður, og
hugsanlega hefði hún orðið sterkari styttri, en ekki hefði verið auðvelt að skera
hana niður. Á eftir ljóðunum er birt ritgerð eftir Ástráð Eysteinsson, ritstjóra
bókarinnar, ítarleg úttekt á efni bókarinnar á 15 blaðsíðum.
Það krefst nýrra vinnubragða að skrifa um bók sem hefur að segja má inn
byggðan ritdóm, og það fór að sækja á mig við lestur ljóðanna að einbeita mér