Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 102
Á d r e pa 102 TMM 2010 · 4 Þrískipting valdsins Önnur algeng tugga er sú að vandi okkar felist í ofurvaldi ríkisstjórnar yfir löggjafarþinginu; það sem okkur vanti sé skýr þrískipting ríkisvaldsins í lög­ gjafarvald þingsins, framkvæmdavald ríkisstjórnar og dómsvald dómstóla. Hugmyndin um skipt ríkisvald mun hafa sprottið upp í upphafi lýðræðis­ þróunar í Evrópu, meðan þar ríkti víðast enn sterkt konungsvald og víða kon­ ungseinveldi. Hún er venjulega eignuð franska 18. aldar lögfræðingnum Charles de Montesquieu, og víst setti hann hana fram.6 En í rauninni hafði Englendingurinn John Locke strax á öldinni á undan orðað þann hluta hennar sem skiptir máli í því sambandi sem hér er rætt um málið. Locke var ekkert að hugsa um dómsvaldið, hefur kannski litið á það sem hluta af framkvæmda­ valdinu. En hann skipti ríkisvaldinu samt í þrennt, í löggjafarvald, fram­ kvæmdavald og það sem hann kallaði alþjóðavald og var nokkurn veginn það sem nú er kallað utanríkismál. Rök hans til að skilja alþjóðavaldið frá öðrum valdsviðum voru þau að í skiptum við önnur ríki þyrfti ríkið stundum að taka ákvarðanir svo skyndilega að ógerlegt væri að fara eftir settum lögum eða setja ný.7 En hér skiptir okkur ekkert af þessu máli annað en valdaskiptingin milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Locke var mikill talsmaður lýðræðis á mælikvarða síns tíma, en á þeim tíma var óhjákvæmilegt að framkvæmdavald væri í höndum konungs, sem tók vald sitt í arf, og ráðgjafa sem konungur valdi. Það var ólýðræðislegt vald, komið að ofan. Því bar Locke einkum fyrir brjósti að sýna fram á að löggjafarvaldið, í höndum þjóðkjörins þings, væri framkvæmdavaldinu æðra:8 Í allri valdstjórn er löggjafarvaldið hið æðsta vald, því sá sem getur sett öðrum lög hlýtur að vera yfir hann settur. Og þar sem löggjafarvaldið er ekkert löggjafarvald nema það hafi rétt til að setja öllum hlutum samfélagsins og sérhverjum borgara þess lög, og ákveða reglur sem allir verða að fylgja, og úthluta völdum til að fylgja þeim eftir hvar sem þær kunna að vera brotnar, þá hlýtur löggjafarvaldið að vera hið æðsta vald og öll önnur völd, sem einhverjir hlutar samfélagsins eða einstakir borgarar þess kunna að hafa, hljóta að vera sótt til löggjafarvaldsins og sett undir það. Hlutverk framkvæmdavaldsins sagði Locke að væri einkum að vaka yfir því að staðaldri að lögum löggjafarvaldsins væri fylgt, líka þegar löggjafarþingið væri ekki að starfi.9 En sem þegn konungsríkis varð hann að viðurkenna að í „sumum ríkjum þar sem löggjafarvaldið situr ekki alltaf og framkvæmdavaldið er á hendi eins manns sem einnig fer með hluta löggjafarvaldsins, má þessi eini maður í vissum skilningi kallast hinn æðsti valdhafi“. Þessi maður er „ekki settur undir neinn löggjafa þar sem ekki er hægt að setja nein lög án hans sam­ þykkis“. En Locke snýr sig út úr þessu með því að staðhæfa að „þótt hollustu- eiðar séu svarnir honum eru þeir ekki svarnir honum sem hinum æðsta lög­ gjafa, heldur sem hinum æðsta framkvæmdaaðila sem framfylgir þeim lögum sem eru sett af honum og öðrum í sameiningu. Og þar sem hollusta er ekkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.