Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 102
Á d r e pa
102 TMM 2010 · 4
Þrískipting valdsins
Önnur algeng tugga er sú að vandi okkar felist í ofurvaldi ríkisstjórnar yfir
löggjafarþinginu; það sem okkur vanti sé skýr þrískipting ríkisvaldsins í lög
gjafarvald þingsins, framkvæmdavald ríkisstjórnar og dómsvald dómstóla.
Hugmyndin um skipt ríkisvald mun hafa sprottið upp í upphafi lýðræðis
þróunar í Evrópu, meðan þar ríkti víðast enn sterkt konungsvald og víða kon
ungseinveldi. Hún er venjulega eignuð franska 18. aldar lögfræðingnum
Charles de Montesquieu, og víst setti hann hana fram.6 En í rauninni hafði
Englendingurinn John Locke strax á öldinni á undan orðað þann hluta hennar
sem skiptir máli í því sambandi sem hér er rætt um málið. Locke var ekkert að
hugsa um dómsvaldið, hefur kannski litið á það sem hluta af framkvæmda
valdinu. En hann skipti ríkisvaldinu samt í þrennt, í löggjafarvald, fram
kvæmdavald og það sem hann kallaði alþjóðavald og var nokkurn veginn það
sem nú er kallað utanríkismál. Rök hans til að skilja alþjóðavaldið frá öðrum
valdsviðum voru þau að í skiptum við önnur ríki þyrfti ríkið stundum að taka
ákvarðanir svo skyndilega að ógerlegt væri að fara eftir settum lögum eða setja
ný.7 En hér skiptir okkur ekkert af þessu máli annað en valdaskiptingin milli
löggjafarvalds og framkvæmdavalds.
Locke var mikill talsmaður lýðræðis á mælikvarða síns tíma, en á þeim tíma
var óhjákvæmilegt að framkvæmdavald væri í höndum konungs, sem tók vald
sitt í arf, og ráðgjafa sem konungur valdi. Það var ólýðræðislegt vald, komið að
ofan. Því bar Locke einkum fyrir brjósti að sýna fram á að löggjafarvaldið, í
höndum þjóðkjörins þings, væri framkvæmdavaldinu æðra:8
Í allri valdstjórn er löggjafarvaldið hið æðsta vald, því sá sem getur sett öðrum lög
hlýtur að vera yfir hann settur. Og þar sem löggjafarvaldið er ekkert löggjafarvald
nema það hafi rétt til að setja öllum hlutum samfélagsins og sérhverjum borgara þess
lög, og ákveða reglur sem allir verða að fylgja, og úthluta völdum til að fylgja þeim
eftir hvar sem þær kunna að vera brotnar, þá hlýtur löggjafarvaldið að vera hið æðsta
vald og öll önnur völd, sem einhverjir hlutar samfélagsins eða einstakir borgarar
þess kunna að hafa, hljóta að vera sótt til löggjafarvaldsins og sett undir það.
Hlutverk framkvæmdavaldsins sagði Locke að væri einkum að vaka yfir því að
staðaldri að lögum löggjafarvaldsins væri fylgt, líka þegar löggjafarþingið væri
ekki að starfi.9 En sem þegn konungsríkis varð hann að viðurkenna að í
„sumum ríkjum þar sem löggjafarvaldið situr ekki alltaf og framkvæmdavaldið
er á hendi eins manns sem einnig fer með hluta löggjafarvaldsins, má þessi eini
maður í vissum skilningi kallast hinn æðsti valdhafi“. Þessi maður er „ekki
settur undir neinn löggjafa þar sem ekki er hægt að setja nein lög án hans sam
þykkis“. En Locke snýr sig út úr þessu með því að staðhæfa að „þótt hollustu-
eiðar séu svarnir honum eru þeir ekki svarnir honum sem hinum æðsta lög
gjafa, heldur sem hinum æðsta framkvæmdaaðila sem framfylgir þeim lögum
sem eru sett af honum og öðrum í sameiningu. Og þar sem hollusta er ekkert