Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 62
H r a f n J ö k u l s s o n 62 TMM 2010 · 4 *** Leigusalinn bjó á efstu hæð og leit út einsog nýlenduherra frá annarri öld, í vínrauðum slopp með gullbryddingum. Hann hafði líka veiðisögur á hraðbergi og gat bent á fórnarlömbin jafnóðum: laxinn, tígrisdýrið, elginn. Það var einsog Örkin hans Nóa hefði strandað við Laugaveg nema hér voru allir dauðir, og ég sá leigusalann minn í alveg nýju ljósi: kannski var ég dæmdur til að sitja hér til eilífðarnóns og hlusta á sögur af laxveiði í Hvítá með Karli Bretaprinsi. „Hann var svo alþýðlegur og skemmtilegur,“ segir leigusalinn í rauða sloppnum, búinn að bjóða upp á púrtvín og telur kímnigáfu ríkiserfingjans stórlega vanmetna: „Do you seriously expect me to be the first prince of Wales not to have a mistress? Ha? Elsku drengurinn.“ *** Knæpan var á jarðhæð, síðan tóku við tvær hæðir af stúdíóíbúðum á besta stað, og yfir öllu nýlenduherrann á efstu hæð. Nágrannar mínir á hæðinni voru dansmeyjar frá Rússlandi og atvinnulaus rútubílstjóri. Hann hafði misst prófið, vinnuna, konuna og húsið, allt í sömu vikunni. Hann var einmana og elskulegur, og við fengum okkur stundum kaffi í íbúðinni hans, sem var stærri en mín og betur búin, og sneri þar að auki að götunni. Hann var að bíða eftir svari við náðunarbeiðni frá forseta lýðveldisins, svo hann fengi bílprófið aftur, „ég er nú Ísfirðingur og það er ekki eins og ég hafi drepið neinn“. Ég fékk söguna strax yfir fyrsta kaffibollanum, sem var ríkulega bragðbættur með landa frá frænda hans á Jökuldal; konan hafði verið í helgarferð í Glasgow og hann gerði sér glaðan dag á meðan, datt í það og hlustaði á Hauk Morthens, einn heima og happí, en þá hafði allt í einu komið yfir hann óviðráðanleg löngun í harðfisk, hann réð ekkert við sig þegar harðfiskur var annars­ vegar, og hann keyrði þennan spöl í búðina og var tekinn af hverfislögg­ unni á bakaleiðinni, glaður og reifur með Hauk Morthens í botni og fullan munninn af harðfiski. Hann missti prófið á staðnum og var rekinn að heiman þegar konan kom frá Glasgow. Nú var hann atvinnulaus og bjó á stað þar sem fæstir höfðu lögheimili lengi, „allt út af harðfiski, hugsaðu þér,“ segir hann, og við lyftum skörðóttum bollum og skálum fyrir forseta lýðveldisins. ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.