Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 68
H e i m i r Pá l s s o n
68 TMM 2010 · 4
líka mikilvægt að taka fram að ég nota eysseyjuformið fremur en hina
strangvísindalegu aðferð, sem gjarna kafnar í mannviti eins og Kvasir,
einfaldlega vegna þess að svo margt hlýtur ávallt að vera á tilgátustiginu.
Þegar ég minnist á að eitt og annað geti nú hafa gerst í munnlegri geymd,
fæ ég oft að heyra að um hana viti ég ekkert og geti aldrei sannað nokkuð.
Það er laukrétt. Það eina sem ég veit er að munnlega hefðin hlýtur að
hafa verið til. Annars hefðu flest þau fræði sem við eigum í miðaldaritum
horfið út í buskann. Oft hefur verið nefnt að engin gat ort kvæði á þrett
ándu öld um Atla Húnakonung nema hún hefði á að byggja svo sem 800
ára munnlega hefð. Flóknara er það nú ekki. Hér á eftir verður líka rætt
um persónur sem sögur hafa áreiðanlega gengið um lengi.
Gunnlaðarsaga Hávamála
Tvær, og þó fremur þrjár, miðaldaheimildir greina okkur frá jötuns
dótturinni Gunnlöðu. Fyrst er að telja Hávamál, sem sennilega er elsta
heimildin þótt ekki sé þekkt á eldra bókfelli en Konungsbók eddukvæða
frá því um 1275. Hinar tvær heimildirnar eru ólíkar gerðir SnorraEddu,
annars vegar sú sem best er þekkt og gjarna kennd við Codex regius,
Konungsbók (Gks 2367), og er nokkurn veginn alveg eins og Ormsbók
og Trektarbók, en hins vegar er sú gerð sem varðveitt er í UppsalaEddu,
handritinu DG 11 4to í háskólabókasafninu Carolina Rediviva í Upp
sölum. Nauðsynlegt er, samhengis og rökstuðnings vegna, að gera nokkra
grein fyrir þessum sagnagerðum. Verður þá byrjað á Hávamálum.3
Þau erindi Hávamála sem beinlínis fjalla um Gunnlöðu og Suttung
eru reyndar bara fimm (útg. Gísla Sigurðssonar 1998, bls. 40–41; um
skýringar fylgi ég Gísla að langmestu leyti):
104
Inn aldna jötun eg sótta,
nú em eg aftur um kominn,
fátt gat eg þegjandi þar.
Mörgum orðum
mælta eg í minn frama
í Suttungs sölum.
105
Gunnlöð mér um gaf
gullnum stóli á
drykk ins dýra mjaðar.
Ill iðgjöld
lét eg hana eftir hafa
Mælandinn staðsetur sig: Hann er kom
inn aftur úr heimsókn þar sem hann
fékk að reyna sig í þekkingu og frásögn.
Svár merkir ugglaust ,þungur, erfiður‘;
sefi merkir sennilega ,ást‘ í þessu dæmi.