Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 74
H e i m i r Pá l s s o n
74 TMM 2010 · 4
bornum, sem áður heitir Roði (og er ekkert slæmt nafn á steinbor!) en
fær nú hið dularfulla nafn Rati, kannski af því sögumaður hafi heyrt
vísu úr Hávamálum? Hin kenningin, að Uppsalagerðin sé stytting á
lengri gerð Konungsbókar, er fjarska ósennileg.9 Má þar um hafa orð
hins glögga Eddufræðings Anthonys Faulkes, „it is difficult to see
what could have prompted a scribe to alter an arrangement that seems
satisfactory so as to produce the illogicality of U“ (Edda Prologue and
Gylfaginning 2005 bls. xxx).
Að sönnu inniheldur Uppsalagerð alla meginpunkta sögunnar:
Ferðalag Óðins, þræladrápið, dulnefnið Bölverkur (sbr. áður), vinnu
hjá Bauga (gleymist að vísu að minnast á tengsl Bauga og Suttungs
og þar með verður framhaldið óskiljanlegt). Á milli ber hins vegar að
það er Óðinn, ekki Baugi, sem borar Hnitbjörg, og mikilvægt sýnist
einnig að orðið arnarleir er haft um drit arnarins í Uppsalagerðinni
einni.10 Sameiginlegan eiga gerðirnar hlut Gunnlaðar og þann skilning
að skáldamjöðurinn sé bolatollur sem hún greiði Óðni fyrir bólfarir.
Niðurlag má kalla eins, að fráteknum fræðiheitum um skáldamjöðinn.
Ef við berum nú saman atriði fyrir atriði sögurnar eins og þær eru
í UppsalaEddu og Hávamálum, má sýna það á töfluformi (skáletrun
vísar á efnisatriði sem eru eins):
Efnisatriði Hávamála og Uppsala-Eddu í kaflanum um
mjaðarheimt
Efnisatriði Háv. U
Svið: Suttungs salir; Garður Gunnlaðar x
Svið: Rúm heimasætunnar x
Gest ber að garði x x
Gesturinn hittir jötuninn x
Gesturinn forðast jötuninn x
Heimasætan geymir mjaðarins x
Gunnlöð veitir dýran mjöð á gullnum stóli x
Gesturinn liggur Gunnlöðu x x
Skáldamjöðurinn er greiðsla fyrir næturgreiðann x
Gesturinn sver eið en rýfur hann x
Gesturinn kemst undan með hjálp Gunnlaðar x
Hrímþursar hefja leit að ódæðismanninum daginn eftir x
Gesturinn flýgur á braut; jötunninn eltir x
Bor er notaður til að opna inngönguleið (Roði) x
Bor (?) er notaður til að skapa útgönguleið (Rati) x
Mjöðurinn skiptir um eigendur x
Jötunninn heitir Suttungur x x