Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 35
A ð v e r a e y l a n d TMM 2010 · 4 35 að sleppa úr höndum æstra öfgamanna í friðargöngu í Berlín og það lá við að hann yrði limlestur af hópum nýnasista. Hús eru brennd, heilar borgir eru á valdi öfgahópa og því miður er það þannig að vofa nasismans er farin að birtast á ný í þessu höfuðríki Evrópubandalagsins.28 Íslendingar skrifuðu að lokum undir EES­samninginn sem ríkis­ stjórnin hafði átt frumkvæði að og meirihluti alþingis studdi. Með einni athyglisverðri undantekningu lýsti þó aldrei neinn þingmaður nokkurn tíma í umræðunum yfir beinum stuðningi við sambandið sem pólitískt verkefni. Allar röksemdir fyrir samningnum byggðust á efnahagslegri þýðingu hans. Enginn alþingismaður talaði nokkurn tíma til stuðnings fólksflutningum, ferðafrelsi, menningaráhrifum, breiðari pólitískum vettvangi eða þátttöku í stækkuðu samfélagi. Raunar vísuðu flestir stuðningsmenn gagnrýni á bug með því að gera lítið úr áhrifum samningsins og bentu á að hægt væri að hafa eftirlit með fólksinn­ flutningi o.s.frv. Aðalbragð þeirra var þó það sama og nú – ruddaleg þögn. Ummæli forsetans og dómsmálaráðherrans um fláttskap og illan ásetning Evrópusambandsins eru ekki undantekning í umræðunum um Evrópusambandið á Íslandi, heldur til marks um annað af tveimur ráðandi viðhorfum til sambandsins. Vænisjúkar áhyggjur af sjálfri tilvist Íslands gangi það í Evrópusambandið rista svo djúpt að nýstofnuð regn­ hlífarsamtök stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar heita „Sterkara Ísland“. Regnhlífarsamtök Evrópusambandsandstæðinga kalla sig á hinn bóginn að sjálfsögðu „Heimssýn“. Meðlimir þeirra fullyrða að þeir vilji halda Íslandi opnu fyrir umheiminum, en ekki lokuðu inni í nokkrum tilteknum samningi. Meðlimirnir spanna allt frá nýfrjáls­ hyggjumönnum og íhaldsmönnum til sósíalista. Þeir benda á hin marg­ víslegu tækifæri í hnattvæddu umhverfi. Árið 2006 hófu Íslendingar t.d. samningaviðræður um fríverslunarsamning við Kínverja.29 Hver sem andstaðan kann að vera gagnvart þeim samningi fer lítið fyrir henni. Það var í takt við þetta að vegna mikilvægs samnings um fiskútflutning við Ítala í valdatíð Mussolinis tóku Íslendingar ekki þátt í stofnun Þjóðabandalagsins árið 1919, þar sem þau voru andvíg fasisma.30 Ekki þarf að bera Kína saman við Ítalíu á fasistatímanum til að benda á sam­ felluna í afstöðu Íslendinga – allir samningar eru góðir svo framarlega sem þeir snúast bara um viðskipti eða þögla innleiðingu valds og ekki felast í þeim neinar skuldbindingar um opinber samskipti milli landa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.