Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 35
A ð v e r a e y l a n d
TMM 2010 · 4 35
að sleppa úr höndum æstra öfgamanna í friðargöngu í Berlín og það lá við að
hann yrði limlestur af hópum nýnasista. Hús eru brennd, heilar borgir eru á
valdi öfgahópa og því miður er það þannig að vofa nasismans er farin að birtast
á ný í þessu höfuðríki Evrópubandalagsins.28
Íslendingar skrifuðu að lokum undir EESsamninginn sem ríkis
stjórnin hafði átt frumkvæði að og meirihluti alþingis studdi. Með
einni athyglisverðri undantekningu lýsti þó aldrei neinn þingmaður
nokkurn tíma í umræðunum yfir beinum stuðningi við sambandið
sem pólitískt verkefni. Allar röksemdir fyrir samningnum byggðust á
efnahagslegri þýðingu hans. Enginn alþingismaður talaði nokkurn tíma
til stuðnings fólksflutningum, ferðafrelsi, menningaráhrifum, breiðari
pólitískum vettvangi eða þátttöku í stækkuðu samfélagi. Raunar vísuðu
flestir stuðningsmenn gagnrýni á bug með því að gera lítið úr áhrifum
samningsins og bentu á að hægt væri að hafa eftirlit með fólksinn
flutningi o.s.frv. Aðalbragð þeirra var þó það sama og nú – ruddaleg
þögn.
Ummæli forsetans og dómsmálaráðherrans um fláttskap og illan
ásetning Evrópusambandsins eru ekki undantekning í umræðunum
um Evrópusambandið á Íslandi, heldur til marks um annað af tveimur
ráðandi viðhorfum til sambandsins. Vænisjúkar áhyggjur af sjálfri tilvist
Íslands gangi það í Evrópusambandið rista svo djúpt að nýstofnuð regn
hlífarsamtök stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar heita „Sterkara
Ísland“. Regnhlífarsamtök Evrópusambandsandstæðinga kalla sig á
hinn bóginn að sjálfsögðu „Heimssýn“. Meðlimir þeirra fullyrða að
þeir vilji halda Íslandi opnu fyrir umheiminum, en ekki lokuðu inni
í nokkrum tilteknum samningi. Meðlimirnir spanna allt frá nýfrjáls
hyggjumönnum og íhaldsmönnum til sósíalista. Þeir benda á hin marg
víslegu tækifæri í hnattvæddu umhverfi. Árið 2006 hófu Íslendingar t.d.
samningaviðræður um fríverslunarsamning við Kínverja.29 Hver sem
andstaðan kann að vera gagnvart þeim samningi fer lítið fyrir henni.
Það var í takt við þetta að vegna mikilvægs samnings um fiskútflutning
við Ítala í valdatíð Mussolinis tóku Íslendingar ekki þátt í stofnun
Þjóðabandalagsins árið 1919, þar sem þau voru andvíg fasisma.30 Ekki
þarf að bera Kína saman við Ítalíu á fasistatímanum til að benda á sam
felluna í afstöðu Íslendinga – allir samningar eru góðir svo framarlega
sem þeir snúast bara um viðskipti eða þögla innleiðingu valds og ekki
felast í þeim neinar skuldbindingar um opinber samskipti milli landa.