Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 121
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 4 121
látlaus, og við þurfum að læra að lesa slíka höfunda; lesa í skilaboð þeirra,
tjáningarmáta og mikilvægi.
*
Milli trjánna og Nokkur almenn orð um kulnun sólar eru nýir áfangar á rithöf
undarferli Gyrðis. Bækurnar eru lítil skref höfundar sem er aldrei sá sami frá
bók til bókar, en þó alltaf samur. Sagnaskáldskapur Gyrðis er „nútímalegri“ en
oft áður, og ljóðin tærari. Svo einföld og eðlileg að orðfæri eru þau að tæknin,
lesturinn, þjáningin og hugsunin sem býr þeim að baki íþyngir þessum ljóðum
aldrei, gildra sem minni skáld eiga erfitt með að forðast. Þau fjalla oftar en ekki
um þung efni – dauðann, óttann, gráan hversdagsleika – en ljóðin eru létt fyrir
því. En aldrei léttvæg, sem er hættan.
Né eru skissur smásagnasafnsins léttvægar þrátt fyrir að bjóða ekki upp á
margfalda snúninga í framvindu sinni, eins og hin takmarkandi krafa okkar
um form og aðferð smásögunnar hljómar. Og raunar býður Gyrðir upp á alla
þá dramatík, ástir, ástleysi, hjónaskilnaði, dauða, sturlun, vinslit og óhugnað
sem lesandi getur á annað borð krafist í skáldskap; með fjölbreytileika sagna
sinna, sem spanna allt frá ferðalýsingum til gotneskra hryllingssagna, frá
nostal gískum endurminningum til framtíðarleiftra á borð við draumavélina
sem lýst er í sögunni „Draumatækið“, og lýsir í raun vel þeim hæfileikum
Gyrðis sem höfundar að nálgast hið óáþreifanlega í vitund okkar, með einfald
leika sínum og hugkvæmni:
Hann var búinn að kaupa þetta nýja tæki sem var að ryðja sér til rúms, og tók upp
drauma fólks. Síðan var það tengt við sjónvarp eða tölvu og þá var hægt að horfa á
drauma næturinnar. […] Að horfa á draumana gegnum þetta tæki minnti dálítið á
fyrstu kvöld sjónvarpsins; svarthvítar myndir á gleri líkt og í Grundig og Blaupunkt
sjónvörpum fortíðarinnar. En það hlaut að vera stutt í að liturinn kæmi. Þangað til
var þetta samt sem áður krafaverk, að geta séð drauma sína, ekki síst drauma sem
maður hafði gleymt um leið og maður vaknaði, vissi að mann hafði dreymt eitthvað
merkilegt, en gat með engu móti munað hvað það var. (170)
Gyrðir og sögur hans eru slík tæki, og með þeim sjáum við eitt og annað sem
myndi okkur hulið ef slíks höfundar nyti ekki við.