Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 121
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 121 látlaus, og við þurfum að læra að lesa slíka höfunda; lesa í skilaboð þeirra, tjáningarmáta og mikilvægi. * Milli trjánna og Nokkur almenn orð um kulnun sólar eru nýir áfangar á rithöf­ undarferli Gyrðis. Bækurnar eru lítil skref höfundar sem er aldrei sá sami frá bók til bókar, en þó alltaf samur. Sagnaskáldskapur Gyrðis er „nútímalegri“ en oft áður, og ljóðin tærari. Svo einföld og eðlileg að orðfæri eru þau að tæknin, lesturinn, þjáningin og hugsunin sem býr þeim að baki íþyngir þessum ljóðum aldrei, gildra sem minni skáld eiga erfitt með að forðast. Þau fjalla oftar en ekki um þung efni – dauðann, óttann, gráan hversdagsleika – en ljóðin eru létt fyrir því. En aldrei léttvæg, sem er hættan. Né eru skissur smásagnasafnsins léttvægar þrátt fyrir að bjóða ekki upp á margfalda snúninga í framvindu sinni, eins og hin takmarkandi krafa okkar um form og aðferð smásögunnar hljómar. Og raunar býður Gyrðir upp á alla þá dramatík, ástir, ástleysi, hjónaskilnaði, dauða, sturlun, vinslit og óhugnað sem lesandi getur á annað borð krafist í skáldskap; með fjölbreytileika sagna sinna, sem spanna allt frá ferðalýsingum til gotneskra hryllingssagna, frá nostal gískum endurminningum til framtíðarleiftra á borð við draumavélina sem lýst er í sögunni „Draumatækið“, og lýsir í raun vel þeim hæfileikum Gyrðis sem höfundar að nálgast hið óáþreifanlega í vitund okkar, með einfald­ leika sínum og hugkvæmni: Hann var búinn að kaupa þetta nýja tæki sem var að ryðja sér til rúms, og tók upp drauma fólks. Síðan var það tengt við sjónvarp eða tölvu og þá var hægt að horfa á drauma næturinnar. […] Að horfa á draumana gegnum þetta tæki minnti dálítið á fyrstu kvöld sjónvarpsins; svarthvítar myndir á gleri líkt og í Grundig og Blaupunkt sjónvörpum fortíðarinnar. En það hlaut að vera stutt í að liturinn kæmi. Þangað til var þetta samt sem áður krafaverk, að geta séð drauma sína, ekki síst drauma sem maður hafði gleymt um leið og maður vaknaði, vissi að mann hafði dreymt eitthvað merkilegt, en gat með engu móti munað hvað það var. (170) Gyrðir og sögur hans eru slík tæki, og með þeim sjáum við eitt og annað sem myndi okkur hulið ef slíks höfundar nyti ekki við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.