Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 36
H a u k u r M á r H e l g a s o n
36 TMM 2010 · 4
Merking
Hvað var það sem gerðist og nú gengur undir nafninu Hrunið? Allt frá
því að Guð dó á 19. öld hafa ríkisstjórnir verið önnum kafnar við að
breiða yfir þá vöntun sem það stýrilögmál samfélagslífsins skildi eftir
sig. Þar sem Íslendingar höfðu aðeins tekið kristni að nafninu til vakti
sá atburður sáralitla athygli meðal þeirra, þótt yfirgnæfandi meirihluti
heiðinna íbúa landsins tilheyri lúthersku þjóðkirkjunni allt fram til
þessa dags. Á meðan hefur það lögmál sem í raun stýrir samfélagslífinu
og á sér stoð í orðræðu, hugmyndafræði og tiltölulegum efnahags
stöðugleika verið jarðneskt boðorð um fórn og umbun, eða vinnu og
eftirlaun. Þegar það lögmál féll úr gildi skildi það eftir algjört tóm – í
bókstaflegum skilningi var ekkert undir fótum okkar annað en þessi
klettur í miðju hafinu, jafn snauður af merkingu og af trjám. Kröfur
hinna ýmsu hópa mótmælenda og pistlahöfunda sem brugðust við
atburðinum má flokka á eftirfarandi hátt: 1. Sú efnahagslega krafa að
tómið verði hulið eins hratt og mögulegt er – þ.e. stöðugleika komið á í
efnahagslífinu, hugmyndafræðileg viðmið orðræðunnar lagfærð o.s.frv.
Þetta hefur verið meginmarkmið nýju ríkisstjórnarinnar. 2. Sú krafa
sósíaldemókrata að tómið verði ekki aðeins hulið heldur fyllt með því
að leiða Yfirstjóra í öndvegi, svo sem með aðild að Evrópusambandinu,
svo að regluverkið öðlist stöðugleika á einhverjum ímynduðum stað
fyrir handan sem héti þá Brussel. Þetta hugsýkisferli hefur verið annað
markmið ríkisstjórnarinnar. 3. Sú anarkíska krafa að tómið verði skilið
eftir opið – í ljósi þess að það sem var rangt var ekki hrunið heldur það
kerfi sem átti allan tímann skilið að hrynja. Það ætti hvorki að vera
neinn Yfirstjóri né koma nokkurs konar yfirvarp í staðinn. Sumir þeir
sem halda þessu viðhorfi fram tilheyra níumenningahópnum svokallaða
sem nú er ofsóttur af ríki og lögreglu. 4. Sú kommúníska krafa að það
beri að fást við tómið sem slíkt, að við, þjóðin, eigum að nota tækifærið
og byrja frá grunni og fylla það af hægri og vökulli yfirvegun samkvæmt
áætlun í þágu samfélags og jafnræðis. Skýrasta birtingarmynd þess var
yfirlýsing sem birtist árið 2008 þar sem hvatt var til þess að stofnað yrði
nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá.
Sú hugmynd Naomi Klein að fylgismenn Miltons Friedmans hafi
gert áföll að aðferðafræði hefur opnað augu margra. Að Íslandi steðja
enn allar þær hættur sem lýst er í bók hennar Áfallskenningin.31 Að
verki eru sterk öfl sem vinna að því að fórna orkuauðlindum og öðrum
grundvallarverðmætum fyrir skammvinnan efnahagsbata, en sú ríkis
stjórn sem var kosin eftir hrunið hefur enn sem komið er einkum verið