Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 58
Á s g e i r F r i ð g e i r s s o n
58 TMM 2010 · 4
44 Mannamál, viðtalsþáttur við Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor við HÍ, undir stjórn
Sigmundar Ernis Rúnarssonar á Stöð 2, 13. janúar 2008.
45 Frá árinu 1992 og fram til þess að hlutabréf í Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands
voru boðin almenningi höfðu 25 fyrirtæki verið einkavædd en ekkert þeirra boðið almenningi.
Álíka mörg fyrirtæki hafa verið seld frá 1998 og aðeins við sölu á fyrsta hluta bréfa í Landssíma
Íslands voru þau boðin almenningi með skipulegum hætti – sjá http://www.forsaetisraduneyti.
is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/.
46 Hugmyndin um hlutafélög í eigu almennings hafði lengi verið á sveimi í íslenskri þjóðfélags
umræðu. Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins frá 1960–1974 og síðar þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hélt hugmyndinni mjög á lofti í ræðu og riti. Taldi hann það gott fyrir
almenning og fyrirtækin að bindast eignaböndum.
47 Í desember 2004 samþykkti Alþingi lög sem heimiluðu Íbúðalánsjóði að lána til íbúðakaupa
allt að 90% af kaupverði húsnæðis – sbr. http://www.althingi.is/altext/131/s/0518.html.
48 Sbr. Styrmir Gunnarsson, Umsátrið, Veröld, 2009, bls 14–15.
49 Hvað Sjálfstæðisflokkinn áhrærir er sjálfstæðisstefnan mjög almenn: „Að vinna í innanlands
málum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis
með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Sbr. http://www.xd.is/umflokkinn/. Í stefnuskrá
Samfylkingarinnar frá stofnfundi hennar árið 2000 segir: „Á fyrri tímum gátu hugmyndir
um mannauð sem grundvallargildi í atvinnulífi einungis verið hugsýn um mikinn hluta sam
félagsþegnanna. Þeir tímar eru liðnir. Nú eru allar forsendur til þess að almenn velferð og
efnahagslegar framfarir fari saman, og í sívaxandi mæli verður frjáls þróun hvers einstaklings
skilyrði fyrir frjálsri þróun heildarinnar.“ Sbr. http://www.samfylkingin.is/Stefnum%C3%A1l/
Stefnul%C3%BDsing_2000__Manifesto. Í stefnuyfirlýsingu VG frá stofnfundi flokksins 1999
er ekki að finna umfjöllun um hvernig atvinnulífið getur átt aðild að bættu lífi fólks nema
þegar segir að „Atvinnufyrirtæki eiga að greiða eðlilega hlutdeild af hagnaði sínum í sameigin
lega sjóði ríkis og sveitarfélaga.“ Sbr. http://www.vg.is/stefna/vinnabyggd/. Í grundvallarstefnu
Framsóknarflokks er ekki að finna hvernig einstaklingurinn á að njóta ávaxta atvinnunnar
en hins vegar á hann að njóta sín í atvinnulífinu: „Við viljum byggja efnahagslíf þjóðarinnar á
markaðshagkerfi einkarekstrar og samvinnurekstrar þannig að framtak einstaklinga og sam
taka þeirra njóti sín til fulls.“ Sbr, http://www.framsokn.is/Stefnan.
50 Evrópusambandið hefur hafið endurskoðun á tryggingakerfi innistæðna eftir að í ljós kom á
haustmánuðum 2008 að það þjónaði engan veginn tilgangi sínum – sbr. http://ec.europa.eu/
internal_market/bank/guarantee/index_en.htm.
51 Guðmundur Jónsson, sjá ofar tilvitnun 20.