Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 97
L e s i ð í s k u g g a h r u n s i n s
TMM 2010 · 4 97
meiri en á fyrri skáldsögum Eiríks, hann leyfir sér meira, bæði flóknari
stíl og meiri hasar og læti í lýsingum og atburðum.
Fyrirferðarmestu persónur sögunnar eru hjónakornin Millý og Hall
dór Garðar, sem bæði sitja á þingi, hún brennur í andanum fyrir hug
sjónum jafnréttis og bræðralags, hann hefur sannfært sjálfan sig um hug
sjónir frjálshyggjunnar og dreymir raunsæja drauma um einkavæðingu
skólalóða og fleira fallegt ásamt vinum sínum úr flokknum. Sagan hefst
á þingsetningu og þar er Halldór fjarri góðu gamni. Hann hefur orðið
fyrir þeim ósköpum að sjá í gegnum sjálfan sig. Hann gerir sér grein
fyrir því að hann vill ekki lengur leika hlutverk sitt á þingi sem frjáls
hyggjumaður.
Þessi innsýn hans í sjálfan sig leiðir þó ekki til þess að hann taki nýja
stefnu í lífinu, þvert á móti. Halldór flýr heiminn, lokar sig inni á hótel
herbergi og fer huldu höfði meðan byltingin nálgast óðfluga.
Og hér fer lesanda sem þekkir verk Eiríks Arnar að gruna eitthvað
sérkennilegt samhengi milli Gæsku og síðustu skáldsögu Eiríks, Eiturs
fyrir byrjendur. Söguhetja þeirrar bókar heitir líka Halldór og hann
flýr líka veruleikann þótt veruleikaflótti hans sé róttækari og óræðari
en nafna hans þingmannsins. Karlkynið í sögum Eiríks er ósköp aumt
og ekki bara í einkalífinu, hrunið hefur afdrifarík áhrif á valdahlutföll
kynjanna.
Ásamt Halldóri og Millýju er í Gæsku sögð saga tveggja annarra
fjöl skyldna. Freyleif, aðstoðarkona Millýjar, er gift gröfumanninum
Óla Dóra, einnig koma við sögu flóttamennirnir Kadír og Fatíma og
barnung dóttir þeirra. Þar með er þó ekki allt upp talið. Gæska setur
glæsilegt Íslandsmet í mannfjölda í íslenskri skáldsögu áður en yfir
lýkur.
Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson, sem nefnd var hér
að framan, endar á hálfgerðri uppgjöf sögumannsins sem hefur orðið
vitni að ragnarökum dauða og brjálsemi. Hann getur ekki boðið upp á
aðrar lausnir en þær sem felast í orðunum: „Verið góðir hver við annan“.
Gæsku lýkur á svipuðum boðskap. Í lok sögunnar stendur ekki annað
til boða en að mæta vandamálunum með góðmennskuna og gæskuna
að vopni. Og að lokum er eins og írónían sé endanlega á bak og burt.
Lausnin er ekki einföld, það er hæpið að hún sé framkvæmanleg, en hún
er það eina sem er í boði.
Árið 2009 var fyrsta árið eftir hrun. Bókmenntirnar mörkuðust af því
eins og allt annað, og þannig verður það enn um sinn. Þetta var árið sem
maður las allar bækur eins og þær fjölluðu um það sama: hrun, spill
ingu og von um endurreisn. Sá tími er ekki liðinn. Við munum sjá spor