Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 71
A l l t a f s a m a s a g a n ?
TMM 2010 · 4 71
bókarútgáfu SnorraEddu þar sem við erum frædd á því að Rati sé bor,
sem Baugi, Suttungsbróðir, á að hafa notað til að bora Óðni leið inn í
Hnitbjörg (þau björg eru vel að merkja ekki nefnd í Hávamálum). Sé nú
Rati bor í erindi 106 er hann greinilega flóttatæki mælandans, ekki tól
til að opna inngönguleið heldur undankomuleið. Er þá ekki þegar tími til
kominn að spyrja: Er þetta sama saga?
Vandræðin aukast í 107. erindi og jafnvel hörðustu andleiðrétt
ingamenn hafa yfirleitt, sýnist mér, beygt sig undir að leiðrétta jarðar í
jaðar.6 Af samhenginu er þó ljóst að einhver er kominn upp á eitthvað
og kannski fremur jörð en jaðar. Spurningin sem mér finnst hins vegar
gleymast er hver er það? Jú, aftur er farið í SnorraEddu og sótt sú skýring
að Óðrerir sé ketillinn sem skáldamjöðurinn var geymdur í. Fyrir þessu
er að sjálfsögðu engin eldri heimild en SnorraEdda. Eitt skáld, Einar
skálaglamm, virðist nota kenninguna alda hafs Óðreris um staka vísu
eða kvæði, sem hann segir þjóta. Galli er að þessi vísuhelmingur er
aðeins varðveittur í SnorraEddu! Orðsifjafræði segir okkur að óðhrærir,
óðrørir sé sá sem lyfti geði manns, þ.e. skáldskapurinn og færist síðan
yfir á kerið sem skáldamjöðurinn var geymdur í. Kyndugt er að þetta
nafn stingur mjög í stúf við hin kerin, Són og Boðn, en það kann
vitanlega að eiga sér ýmsar skýringar.7 – Sögnin hræra, þ.e. ,hreyfa‘, er
höfð í kveðskap um að hrista fram vísu (sjá Lexicon poeticum): hræra
Óðins ægi, hræra Boðnar báru, hræra Hárs (Óðins) saltunnu hrannir
– þetta síðasta reyndar frá Snorra sjálfum úr Háttatali. En nú kann
hörgabrjótur að spyrja: Af hverju ekki ,skáld‘? Er ekki sá sem hrærir
óðinn einmitt skáldið? Og hver á fremur skilið það kenniorð en Óðinn?
Og kann þar með ekki að vera að sá sem upp er kominn í vísu 107 sé
einmitt hann sjálfur? Það kæmi mjög vel heim við það síðborna erindi,
140, þar sem segir:
Fimbulljóð níu
nam eg af inum frægja syni
Bölþórs Bestlu föður,
og eg drykk of gat
ins dýra mjaðar,
ausinn óðreri.
Hér er minnst á hinn dýra mjöð og hann var ausinn skáldinu, ef mín
túlkun á nafninu er rétt (annars ber vitanlega að rita Óðreri)! Reyndar
er ættfræðin í þessu erindi mjög flókin og líklega best og skáldlegust
skýringin sem Gísli Sigurðsson nefnir fyrsta, að þarna sé Óðinn að
tala um sjálfan sig, hafi sem sagt ekki þurft að læra af öðrum. Vandinn