Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2010 · 4 Skrif Markúsar taka talsverðum breytingum þegar á líður. Dagbókin verður skáldlegri, í stað dagsetninga fara einstaka færslur að bera titla eins og „Hrafn­ arnir“ og „Snjóflyksusaga“. Á einum stað skiptir Markús meira að segja yfir í þriðju persónu frásögn. Þetta er í þremur færslum sem hann kallar „Án titils“ með viðeigandi númerum frá eitt og upp í þrjú. Annar kafli sem vert er að minnast á í þessu samhengi er sagan af Valentine, vændiskonu í London sem tekur 400 pund fyrir nóttina. En frásögn Markúsar af samskiptum sínum við Valentine reynist vera skáldskapur: Ég velti því fyrir mér hvort ég væri áhugaverðari persóna ef Valentine hefði verið raunveruleg, ekki bara hugarburður úr penna […] Og það er skrýtið – samt ekki mjög – en mér finnst hálfpartinn, og allt í einu súrt að viðurkenna að mér þótti best af öllu að fara eftir fundi dagsins og setjast á bekk í St. Jame‘s Park, horfa á óvenjulega fugla á tjörninni, grátviðinn teygja sig að vatnsfletinum […] meðan ég beið eftir að komast heim (bls. 145). Þessi uppdiktaða saga af stefnumótum við háklassa vændiskonu eftir banka­ fundi í London er kannski tilraun Markúsar til að máta sig við hlutverkið sem titill bókarinnar ber með sér og þá ímynd sem útrásarvíkingar hafa sem sið­ lausir gjálífismenn. Hið mikilvæga er þó að líkt og svo margt annað í dag­ bókarfærslum hans snýst þessi saga um að ná áttum í sambandinu við Hörpu, finna út hvað það var sem fékk hann til að langa að komast heim. Og hér er í raun komið að kjarna málsins hvað bókina varðar. Hún er fyrst og fremst saga um samband pars sem hefur ratað í ógöngur. Sambandið og eftirsjáin Dagbókarskrif Markúsar spanna tímabilið frá 9. október 2008 til 23. apríl 2009. Með öðrum orðum frá hruni, fram yfir búsáhaldabyltingu og allt fram að kosningum. Þessir stóru sögulegu atburðir mynda bakgrunn frásagnarinnar – nokkurskonar leikmynd. Því í raun er þessi skáldsaga fyrst og fremst ástar­ saga. Í sjálfu sér væri hægt að stilla grundvallaratriðum frásagnarinnar upp með allt annan bakgrunn: Par sem lifir góðu lífi, skortir ekkert, er hamingju­ samt og gæfuríkt allt þar til óvæntir atburðir eiga sér stað sem neyðir það til að horfast í augu við að líf þess hefur byggst á blekkingu. Á hinn bóginn gefur fyrrnefndur bakgrunnur, þ.e. hrunið, búsáhaldabyltingin og eftirmálar hennar, þessari tiltölulega einföldu ástarsögu aukinn þunga. Stundum er talað um að áfallið sem fólk verður fyrir við atvinnumissi komi næst á eftir því að missa ástvin. Sjálfsagt segir það meira en mörg orð um hve stór hluti sjálfsmyndar vesturlandabúa byggir á launavinnunni. Atvinnumissir Markúsar, og skömmu síðar Hörpu, skapar tómarúm í tilveru þeirra. Það skiptir örugglega máli að áfallið er nokkuð stærra en gengur og gerist um atvinnumissi því starfsvettvangur þeirra eins og hann leggur sig hrynur – og þau eru fyrirlitin af samborgununum, banksterar. Bæði draga þau sig inn í skel sína. Markús leitar aðallega á náðir dagbókarinnar og bókmenntalesturs, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.