Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 113
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 4 113
Snorri var marghama maður, stjórnmálamaður og skáld, nýjungagjarn fram
kvæmdamaður, lagarefur klókur og kappsamur til valda og eigna. Hann var stoltur
maður og viðkvæmur, og stundum allhégómlegur. Veikleikar hans á því sviði urðu
honum til trafala og stjórnuðu hugsanlega gerðum hans á köflum. Á ögurstund gat
virst eins og hann væri að missa kjarkinn – eða miklaði fyrir sér hættur [397].
Að vísu lýsir Íslendinga saga Snorra aðeins sem skáldi, sem hlaut frama fyrir
lofkvæði sín, en ekki rithöfundi eða sagnamanni. En skoðun Óskars á ein
kennum Snorra er fullkomlega í samræmi við frásögn sögunnar.
Sagan segir hins vegar ekkert um útlit Snorra svo að hugleiðingar Óskars eða
annarra um það verða aldrei sannaðar. Hvað þá um að hann hafi þjáðst af
þvagsýrugigt. Sama má segja um þær líkur sem Óskar reynir að draga af ritum
sem eignuð eru Snorra um manninn enda er það óvíst hvar hann stýrði penna
og varla leyfilegt að draga af ritum manna ályktanir um manngildi þeirra.
Græðgi Snorra og fjöllyndi það sem Sturla hefur orð á breytir ekki neinu um
snilld þeirra verka sem hann ef til vill setti saman.
Óskar Guðmundsson hefur lagt mikla vinnu í þessa löngu ævisögu Snorra
og safnað miklu efni til hennar. Þeir sem lítið vita um Sturlungaöld geta þar
fræðst mikið um tíma hans. Verkið hefði hins vegar orðið miklu bitastæðara ef
höfundurinn hefði afbyggt mýtuna um Snorra og greint frásagnir Sturlungu
um hann og samtíðarmenn hans.
Magnús Sigurðsson
Að geta séð drauma sína
Um systrabækurnar Milli trjánna og
Nokkur almenn orð um kulnun sólar
Gyrðir Elíasson: Milli trjánna og Nokkur almenn orð um kulnun sólar. Uppheimar,
2009
Milli trjánna er áttunda smásagnasafn Gyrðis Elíassonar og kemur í framhaldi
af smásagnasafninu Steintré (2005), sem meðal annars hlaut tilnefningu til
hinna virtu Frank O’Connor bókmenntaverðlauna vorið 2009. Nokkur almenn
orð um kulnun sólar er hins vegar þrettánda ljóðabók Gyrðis, og undirstrikar
þær miklu breytingar sem ljóðlist Gyrðis Elíassonar hefur tekið frá fyrstu
bókum. Sú þróun hefur þó ekki orðið með neinum stökkum, og því hefur
umfjöllun um verk Gyrðis – hvortheldur ljóðabækur hans, smásögur eða
skáldsögur – smám saman tekið að einkennast af fyrirframgefnum niður