Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 113
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 113 Snorri var marghama maður, stjórnmálamaður og skáld, nýjungagjarn fram­ kvæmdamaður, lagarefur klókur og kappsamur til valda og eigna. Hann var stoltur maður og viðkvæmur, og stundum allhégómlegur. Veikleikar hans á því sviði urðu honum til trafala og stjórnuðu hugsanlega gerðum hans á köflum. Á ögurstund gat virst eins og hann væri að missa kjarkinn – eða miklaði fyrir sér hættur [397]. Að vísu lýsir Íslendinga saga Snorra aðeins sem skáldi, sem hlaut frama fyrir lofkvæði sín, en ekki rithöfundi eða sagnamanni. En skoðun Óskars á ein­ kennum Snorra er fullkomlega í samræmi við frásögn sögunnar. Sagan segir hins vegar ekkert um útlit Snorra svo að hugleiðingar Óskars eða annarra um það verða aldrei sannaðar. Hvað þá um að hann hafi þjáðst af þvagsýrugigt. Sama má segja um þær líkur sem Óskar reynir að draga af ritum sem eignuð eru Snorra um manninn enda er það óvíst hvar hann stýrði penna og varla leyfilegt að draga af ritum manna ályktanir um manngildi þeirra. Græðgi Snorra og fjöllyndi það sem Sturla hefur orð á breytir ekki neinu um snilld þeirra verka sem hann ef til vill setti saman. Óskar Guðmundsson hefur lagt mikla vinnu í þessa löngu ævisögu Snorra og safnað miklu efni til hennar. Þeir sem lítið vita um Sturlungaöld geta þar fræðst mikið um tíma hans. Verkið hefði hins vegar orðið miklu bitastæðara ef höfundurinn hefði afbyggt mýtuna um Snorra og greint frásagnir Sturlungu um hann og samtíðarmenn hans. Magnús Sigurðsson Að geta séð drauma sína Um systrabækurnar Milli trjánna og Nokkur almenn orð um kulnun sólar Gyrðir Elíasson: Milli trjánna og Nokkur almenn orð um kulnun sólar. Uppheimar, 2009 Milli trjánna er áttunda smásagnasafn Gyrðis Elíassonar og kemur í framhaldi af smásagnasafninu Steintré (2005), sem meðal annars hlaut tilnefningu til hinna virtu Frank O’Connor bókmenntaverðlauna vorið 2009. Nokkur almenn orð um kulnun sólar er hins vegar þrettánda ljóðabók Gyrðis, og undirstrikar þær miklu breytingar sem ljóðlist Gyrðis Elíassonar hefur tekið frá fyrstu bókum. Sú þróun hefur þó ekki orðið með neinum stökkum, og því hefur umfjöllun um verk Gyrðis – hvortheldur ljóðabækur hans, smásögur eða skáldsögur – smám saman tekið að einkennast af fyrirframgefnum niður­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.