Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 19
Þ e g a r v i s s a n e i n e r e f t i r …
TMM 2010 · 4 19
slíkt heiti fremur en nýfrjálshyggju. Sumar breytingarnar hafi verið í
anda hennar, aðrar gengið þvert á hana. Ríkisútgjöld hafi t.d. aukist
verulega og ýmiss konar opinbert eftirlit og regluverk.8 Íslenskir frjáls
hyggjumenn þreytast jafnframt ekki á að nefna að opinberum störfum
á Íslandi hafi fjölgað um 30% frá árinu 2000 fram að hruni, átta árum
síðar.9 Það þarf þó ekki að felast þversögn í því að ríkið þenjist út á
tímum þegar á að einkavæða eignir þess. Enski heimspekingurinn John
Gray heldur því fram í bók sinni Black Mass: Apocalyptic Religion and
the Death of Utopia að með aukinni markaðsvæðingu hlaupi vöxtur
í ríkið sem beita verður valdi sínu við endurdreifingu verðmæta. Sú
var að mati Grays raunin í Englandi Viktoríutímabilsins og einnig á
tuttugustu öldinni, á árunum þegar Margaret Thatcher sat á valdastól.
Að mati Grays er aðeins hægt að ganga langt í einkavæðingu ríkiseigna
með stóraukinni og skipulagðri miðstýringu.10
Burtséð frá því hvað lesendum finnst um rök Grays, horfir Atli í vörn
sinni með öllu framhjá meginatriði Eilífðarvélarinnar, því sem bókin
dregur nafn sitt af, sjálfri hugmyndinni um sjálfgengissamfélagið. Ef
samfélagstilraun frjálshyggjunnar er óframkvæmanleg er til lítils að
rekja allt sem afvega fór í framkvæmdinni, eða fullyrða að niðurstaðan
sé eitthvað annað en það sem lagt var upp með og því ekki í samræmi
við hugmyndafræðina.11 Frjálshyggjumenn verða að svara ásökuninni
um að skýringarlíkön þeirra eigi uppruna í félagsvísindaskáldskap.
Tengsl skýringarlíkansins við veruleikann hljóta að vega þungt í allri
umræðu um það.
Boðunarfrjálshyggja og klisjur samtíðarinnar
Undirtitill Eilífðarvélarinnar er efni í vangaveltur, en greinarnar níu eru
sagðar „uppgjör við nýfrjálshyggjuna“. Því má halda fram að í undirtitl
inum felist sjónarhorn sem ekki sé fjallað um í greinunum níu, en þar er
hvergi leitast við að skilgreina með hvaða hætti hin svokallaða „nýfrjáls
hyggja“ síðustu þriggja áratuga víkur frá klassískri frjálslyndisstefnu.
Er orðinu „nýfrjálshyggja“ fyrst og fremst ætlað að ögra? Er það
hugsað sem uppnefni, rétt eins og hugtakið nýíhaldsstefna var í upphafi
fyrst og fremst hugsað sem skammaryrði? Þeir sem aðhyllast frjáls
hyggju eru flestir a.m.k. mjög gagnrýnir á hugtakið. Björn Bjarnason,
fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokkins, kallar það t.d. „orðskrípi“12
og Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir „baráttublæ“ einkenna orðið,
þetta sé nafn sem „óvinir frjálshyggjunnar haf[i] um hana“.13 Í dómi um
Eilífðarvélina setur Atli Harðarson fram svipaða skoðun, en hann segir