Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 67
A l l t a f s a m a s a g a n ?
TMM 2010 · 4 67
Það hafa ugglaust einkum verið eldri kynslóðirnar, ömmur og afar,
sem héldu tryggð við forna efnið. Margt getur meira að segja leitt
hugann einkanlega að kerlingum þessa lands, sem stundum hafa verið
lofsungnar, enda þýðir edda meðal annars formóðir. Konur eru að jafn
aði fastheldnari á forna siði en karlar, sem eru bæði nýjungagjarnir og
hvatvísir. Það voru líka karlar sem ákváðu að taka við trúnni árið 1000.
Ég vildi geta séð framan í suma þeirra, þegar þeir komu heim og sögðu
konum sínum tíðindin: „Jú, meðal annarra orða: Við skiptum um trú!“
Margt hefur þá verið fussað, ef ég veit rétt. Smám saman urðu konurnar
að beygja sig, en þær höfðu ekki gleymt öllu.
En það er nú svo með munnsögur að þær varðveitast ekki nema ein
hverjir séu áheyrendurnir. Það voru engir söfnuðir, og þegar fram liðu
stundir engir heiðnir sértrúarflokkar, svo við vitum, og þá er auðveld
ast að hugsa sér að gömlu sögurnar hafi orðið skemmtiefni, afþreying,
jafnvel smám saman brandarar. Á það má benda að það lítið sem segir
af Óðni og félögum í Sturlungu virðist einkum vera gamansögur. Þor
björgu prestsfrú í Reykholti hefur til dæmis vafalaust ekki verið fúlust
alvara, þegar hún sagði að HvammSturlu langaði mest að líkjast Óðni.
Það var brandari, þótt hann væri kannski óvenju illkvittinn af því hníf
stungan fylgdi. Eitthvað svipað var væntanlega á ferðum þegar Vatns
firðingar kölluðu Sturlu Sighvatsson DalaFrey. Með tímanum hafa
goðsögurnar sljóvgast og blandast, aflagast og smám saman gleymst.
Allt annað væri fráleitt á tímanum sem líður frá kristnitöku og þangað
til við vitum að farið er að safna sögum, svo sem 200 árum síðar. Þá eru
einar sex kynslóðir gengnar.
Það sama gilti um eddukvæðin. Ef engir voru áheyrendurnir sátu
menn ekki og tuldruðu Völuspá eða Grímnismál. Það hefur orðið að
búa til aðstæður. Kannski var það í matarboði á höfuðbólinu, kannski
gömul og slitin amma sem bíaði börnunum í kotinu. Allt er hugsanlegt
nema hið opinbera varðveislusvið. Heiðnar trúarsamkomur leyfðust
áreiðanlega ekki nema allra fyrstu árin eftir kristnitöku.
Við munum seint vita hvernig staða mála var þegar Snorri Sturluson
byrjaði að safna efni til Eddu sinnar. Vitum ekki einu sinni hvenær hann
byrjaði né á hverju. Fór hann kannski að safna vísum í Odda meðan
verið var að setja saman Noregskonungatal?2 Byrjaði hann fyrst að safna
goðsögum þegar hann var kominn í Borgarfjörð? Það er ógerningur að
búa sér til lærða getgátu hvað þá meira. Hitt vitum við, að einhvern tíma
á fyrstu áratugum þrettándu aldar stendur hann uppi með ótrúlegt safn
vísna og kvæða að fráteknum goðsögnum í lausu máli.
Allt skiptir þetta máli fyrir þá umfjöllun sem hér er á ferð. Og þá er