Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 88
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 88 TMM 2010 · 4 flestum stílbrögðum skáldsögunnar sem hlýtur að springa út í fullum blóma fyrr eða síðar. Nýjasta skáldsaga Sölva, Síðustu dagar móður minnar, tekur óvæntan snúning á gamalkunnugt þema bæði úr ísenskum bókmenntum og erlendum. Hermann Willysson, eða Dáti eins og móðir hans kallar hann jafnan, er ekki fyrsti ungi karlmaðurinn til að fara í hundana hægt og örugglega og sökkva í blöndu af aðgerðaleysi, alkóhóli og eitur­ lyfjum. En það er ekki algengt að menn leggi í þessa vegferð í félagsskap mömmu sinnar. Móðir Dáta, Eva, greinist í upphafi sögu með banvænt krabbamein. Dáti sannfærir hana um að leggja með sér í ferð til Amsterdam þar sem hann hefur fundið meðferðarheimili þar sem stuðst er við nýjar og óhefðbundnar aðferðir við lækningar krabbameins. Í Amsterdam lenda mæðginin á langdregnu og á köflum öfgakenndu fylleríi og lyfjarúsi. Sagan er grótesk kómísk og reynir stundum á þolrifin en grófkornótt fyndnin og ærslin eru aðferð við að mæta því sem er óþolandi, hinum hægfara tærandi dauða. Þetta síðasta fyllerí mæðginanna er einhvers­ konar dauðadans til að fresta hinu óhjákvæmilega, sem auðvitað er ekki hægt og að lokum reynist sagan af síðustu dögum móður Dáta vera hjartnæm saga um samband mæðginanna og glímu þeirra við dauðann. Nýjasta skáldsaga Vilborgar Davíðsdóttur, Auður, er líkt og fyrri sögur Vilborgar söguleg skáldsaga, byggð á ítarlegum rannsóknum og þjóðfræðilærdómi höfundarins. Allt kapp er lagt á að draga upp sann­ færandi mynd af sögusviðinu, daglegum störfum fólks, umgengnis­ venjum og siðum jafnt og trúarhugmyndum og þjóðtrú er lýst ítarlega. Eins og aðrar sögur sem hér er fjallað um varpar hún ljósi á hlut annarra þjóða í íslenskri sögu. Þeirri sögu Auðar djúpúðgu sem hér er sögð lýkur löngu áður en hún gerist landnámsmaður á Íslandi. Samt má augljóslega lesa úr sögunni hugmyndir um það hvernig menningarheimurinn sem þar er lýst hafði áhrif á mótun íslensks samfélags og sjálfsmyndar á land­ námsöld. Átök kristni og heiðni og ólíkra þjóða eru miðlæg í sögunni, talsmenn hinnar rótgrónu og írsku kristni eru áberandi í sögunni og njóta augljósrar samúðar sögumanns en heiðni, náttúrutrú og galdur eiga þar líka sinn sess. Eins og í fyrri sögum Vilborgar er sagan fyrst og fremst sögð frá sjónarhóli kvenna. Þegar sagan skilur við Auði hefur hún öðlast meira sjálfstæði en títt var um konur á hennar tíma, en hún er rétt komin inn á fullorðinsárin og það er ótrúlegt annað en okkar bíði framhald á sögu hennar. Það var raunar áberandi að þær sögulegu skáldsögur sem komu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.