Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 29
A ð v e r a e y l a n d
TMM 2010 · 4 29
Yfirstjórinn
Innan sálgreiningar er litið á geðveiki sem eina af þremur tegundum geð
truflunar, en hinar eru hugsýki og lastahneigð. Geðklofi er algengasta
tegund geðveiki. Ríkjandi aðferðir við sjúkdómsgreiningu byggjast á
nokkrum flokkum sjúkdómseinkenna og Bandaríska geðfræðisam
bandið (American Psychiatric Association) gefur út handbók með stöðl
uðum viðmiðum.8 Sjúkdómseinkennin sem eru talin upp eru þessi, en
af þeim þurfa tvö eða fleiri að vera fyrir hendi: ranghugmyndir, ofskynj
anir, „óskipulegt tal sem birtingarmynd formlegrar hugsunartruflunar“,
afar óskipulögð hegðun eða stjarfi, skortur á tilfinningaviðbrögðum,
fámælgi og áhugaleysi. Í sálgreiningu ráða þó sjúkdómseinkennin ein
ekki úrslitum þar sem eðli raskana mótast af þeirri undirliggjandi
vöntun sem sálarlífið hverfist um. Hugsjúkt sjálf verður til við innrás
Lögmálsins sem byggist á áhrifum fjarlægs valds. Lacan kallaði þetta
vald Nafn Föðurins, en í gamanmynd Lars Von Trier, Yfirstjórinn (d.
Direktøren for det hele), frá 2006 er gerð skilmerkileg grein fyrir þýðingu
þess: Í kvikmyndinni er Yfirstjórinn sá ímyndaði yfirmaður sem aðal
persóna myndarinnar vísar til þegar hann sker niður í fyrirtækinu.9
Einstaklingurinn verður hugsjúkur þegar slíkur erindreki Lögmálsins
lætur að sér kveða í tilvist hans og bælir niður löngun. En önnur afstaða
er þó hugsanleg: ekki að bæla löngunina heldur „afneita“ Yfirstjóranum,
þ.e. einfaldlega að skeyta engu um bannið sem annars er lagt á í hans
nafni. Að halda áfram að mæta í vinnuna jafnvel þótt maður hafi verið
rekinn. Þetta er upphafið að hugkleyfri tilveru. Þar ræður þó ekki ríkjum
sjálfsprottin, óheft gleði: Lögmálið takmarkast ekki við siðferðileg boð,
heldur stendur það nær hugtakinu Logos – regla, orð og merking í einu
knippi. Fyrir „venjulegan“ hugsjúkan einstakling er Yfirstjórinn upp
hafsreitur merkingar. „Vegna þess að hann segir það“ er hinsta forsenda
rökleiðslna, ekki bara um það hvort maður verði að fara í skólann eða
ekki, heldur líka ef látnar eru í ljós efasemdir um hvort þetta sé skóli eða
ekki, hvað það þýði að vera barn o.s.frv. Það sem ber og það sem er, eru
óaðskiljanleg undir Lögmálinu. Ef ákall þess nær ekki til einstaklings, ef
hann „afneitar“ Yfirstjóranum, skortir hann vissu um grundvallarvið
mið í veröld sinni.
Stofnlygi
Samkvæmt Landnámu byggðist Ísland á tímabilinu 870–930 e.Kr.10 Á
meðal helstu ástæðna fyrir því að yfirgefa Noreg á þeim tíma var „löngun