Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 29
A ð v e r a e y l a n d TMM 2010 · 4 29 Yfirstjórinn Innan sálgreiningar er litið á geðveiki sem eina af þremur tegundum geð­ truflunar, en hinar eru hugsýki og lastahneigð. Geðklofi er algengasta tegund geðveiki. Ríkjandi aðferðir við sjúkdómsgreiningu byggjast á nokkrum flokkum sjúkdómseinkenna og Bandaríska geðfræðisam­ bandið (American Psychiatric Association) gefur út handbók með stöðl­ uðum viðmiðum.8 Sjúkdómseinkennin sem eru talin upp eru þessi, en af þeim þurfa tvö eða fleiri að vera fyrir hendi: ranghugmyndir, ofskynj­ anir, „óskipulegt tal sem birtingarmynd formlegrar hugsunartruflunar“, afar óskipulögð hegðun eða stjarfi, skortur á tilfinningaviðbrögðum, fámælgi og áhugaleysi. Í sálgreiningu ráða þó sjúkdómseinkennin ein ekki úrslitum þar sem eðli raskana mótast af þeirri undirliggjandi vöntun sem sálarlífið hverfist um. Hugsjúkt sjálf verður til við innrás Lögmálsins sem byggist á áhrifum fjarlægs valds. Lacan kallaði þetta vald Nafn Föðurins, en í gamanmynd Lars Von Trier, Yfirstjórinn (d. Direktøren for det hele), frá 2006 er gerð skilmerkileg grein fyrir þýðingu þess: Í kvikmyndinni er Yfirstjórinn sá ímyndaði yfirmaður sem aðal­ persóna myndarinnar vísar til þegar hann sker niður í fyrirtækinu.9 Einstaklingurinn verður hugsjúkur þegar slíkur erindreki Lögmálsins lætur að sér kveða í tilvist hans og bælir niður löngun. En önnur afstaða er þó hugsanleg: ekki að bæla löngunina heldur „afneita“ Yfirstjóranum, þ.e. einfaldlega að skeyta engu um bannið sem annars er lagt á í hans nafni. Að halda áfram að mæta í vinnuna jafnvel þótt maður hafi verið rekinn. Þetta er upphafið að hugkleyfri tilveru. Þar ræður þó ekki ríkjum sjálfsprottin, óheft gleði: Lögmálið takmarkast ekki við siðferðileg boð, heldur stendur það nær hugtakinu Logos – regla, orð og merking í einu knippi. Fyrir „venjulegan“ hugsjúkan einstakling er Yfirstjórinn upp­ hafsreitur merkingar. „Vegna þess að hann segir það“ er hinsta forsenda rökleiðslna, ekki bara um það hvort maður verði að fara í skólann eða ekki, heldur líka ef látnar eru í ljós efasemdir um hvort þetta sé skóli eða ekki, hvað það þýði að vera barn o.s.frv. Það sem ber og það sem er, eru óaðskiljanleg undir Lögmálinu. Ef ákall þess nær ekki til einstaklings, ef hann „afneitar“ Yfirstjóranum, skortir hann vissu um grundvallarvið­ mið í veröld sinni. Stofnlygi Samkvæmt Landnámu byggðist Ísland á tímabilinu 870–930 e.Kr.10 Á meðal helstu ástæðna fyrir því að yfirgefa Noreg á þeim tíma var „löngun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.