Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 119
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 4 119
*
Nokkur almenn orð um kulnun sólar er ekki trúarleg bók, nema síður sé. Þó er
hún allt að því biblíuleg í visku sinni, sannfæringarmætti og þróttmiklu (en
aldrei uppskrúfuðu) tungutaki gagnvart sínum helstu umfjöllunarefnum –
nefnilega dauða og ótta. Og eitthvert alsterkasta ljóð bókarinnar minnir í raun
talsvert á Davíðssálminn kunna um hirðinn og huggunarríka nærveru Drott
ins. Sams konar nærvera og huggun henni tengd liggur þessu stórbrotna ljóði
Gyrðis til grundvallar, nema huggunin er veraldleg. Sjálf ástin:
Rúmsjór
Þegar þú komst, og rödd þín barst mér
gegnum svefninn, hélt ég að dauðinn væri
kominn, og þetta væri sefandi rödd hans
að leiða mig yfir á lendur sem enginn sér
nema einusinni
En þetta reyndist vera lífið, dulbúið
þínum milda rómi, að kalla mig upp
úr myrkri, upp úr ótímabærum
dauða
Mér fannst ég vera á skipi,
á langsiglingu inn í þungan
draum, og ég vaknaði með
niðurbældu ópi líkt og allt
væri búið,
þú værir ekki
(30)
Annar helsti þráður bókarinnar er úr nokkuð annarri átt, því ýmislegt í þessari
bók Gyrðis (og öðrum) sækir til austurlenskrar ljóðlistar og þeirrar klassísku
heimspekihefðar sem japönsk og fornkínversk ljóðlist spratt úr á sínum
tíma.
„Nútímamaðurinn“ heitir eitt ljóða bókarinnar og er tileinkað Yang WanLi,
kínversku skáldi sem uppi var á 12. öld e.Kr.:
Ég gæti þegið
leiðbeiningar
í hugleiðslutækni
hrossaflugunnar
(80)
En þótt Yang WanLi sé einn nafngreindur, þá sýnist mér annað skáld og
önnur bók en sú sem hugsanlega kenndi hugleiðslutækni hrossaflugunnar fara