Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 94
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 94 TMM 2010 · 4 Óskarsson, og loks Gæska eftir Eirík Örn Norðdahl eru allt hreinrækt­ aðar hrunbækur, tilraunir til að færa í orð ástand sem við lifum í hér og nú eftir hrunið. Við þessa upptalningu mætti bæta Paradísarborginni eftir Óttar Martin Norðfjörð, einfaldri allegóríu sem er svolítið eins og skáldsagnagerð af gamalli hryllingsmynd. Í borg sem líkist Reykjavík vex myglusveppur undir húsunum og tekur smám saman yfir borgina og ógnar lífi og heilsu borgaranna. Viðbrögðin minna stundum á með­ virkni þjóðarinnar í góðærinu, valdhafar og sérfræðingar afneita hætt­ unni og reyna jafnvel að gera sveppinn að féþúfu og útflutningsvöru í útrás. En allt er þetta býsna fyrirsjáanlegt og á köflum virkar sagan hraðsoðin og lítið unnin þegar meginhugmyndinni sleppir. Bankster og Vormenn Íslands eiga það sameiginlegt að fjalla beint og á raunsæjan hátt um unga karlmenn sem missa fótanna eftir hrunið. Skáldsaga Mikaels lýsir manni sem tók fullan þátt í útrás og allskyns fjármálabrjálæði. Þar er týpan rakin aftur til alkóhólisma og félagslegs arfs þeirra sem ólust upp í fátækrahverfi áttunda og níunda áratugarins, Fellunum. Þrjár kynslóðir alkóhólíseraðra karlmanna koma saman í sögunni. Afleiðingarnar af taumleysinu eru ólíkar, ábyrgðarleysi í einkalífi og vinnu hjá þeim eldri, taumleysi í fjármálum hjá aðal­ persónunni, Birgi Thorlacius. Það er liðinn nokkur langi tími síðan Mikael Torfason sendi frá sér sína síðustu skáldsögu, Samúel sem kom út árið 2002. Í þeirri bók var hann kominn inn á nokkuð flóknari slóðir en í fyrri verkum sínum og samband skáldskapar og veruleika orðið verulega flókið, kannski á kostnað þess krafts sem mér fannst einkenna bestu bækur hans, Heimsins heimskasta pabba og Sögu af stúlku. Í Vormönnum Íslands er hann aftur kominn á kunnuglegri slóðir. Sögumannsröddin er blátt áfram, enda sögumaður blaðamaður eins og skapari hans. Sagan er sögð í brotum og töluvert flakkað á milli tímaskeiða, en sögumaður er líka að reyna að greina aðstæður sínar og vina sinna. Mikael heldur áfram að skrásetja sögu sinnar kynslóðar. Fellahverfið og sú kynslóð sem ólst þar upp fyrst allra myndar kjarnann í persónugall­ eríi bókarinnar. Í sögunni eru allar fjölskyldur brotnar, flestir hinna fullorðnu ýmist virkir alkar eða óvirkir og sambönd fólks vonlaus meira og minna. En líkt og í fyrri bókum Mikaels er sífellt minnt á draumsýn um hefðbundið fjölskyldulíf þar sem foreldrar skilja ekki heldur búa börnunum örugga æsku. Mikael hefur alltaf verið eins og fíll í postulínsbúð í íslenskum bók­ menntum og það breytist ekkert með þessari bók. Í henni eru þver­ brotnar flestar reglur og uppskriftir sem tíðkast í skáldsagnagerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.