Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 37
A ð v e r a e y l a n d
TMM 2010 · 4 37
vinstrisinnuð að nafninu til.32 Hins vegar starfar nú af krafti á ýmsum
vígstöðvum andkapítalísk hreyfing sem ekki var til á þensluárunum, svo
sem áðurnefndir anarkískir aðgerðasinnar, íslensku Attacsamtökin og
fjölmargir einstakir pistlahöfundar, bloggarar og mótmælendur. Hinn
mikli munur á opinberri umræðu fyrir og eftir áfall Íslendinga árið
2008 gefur til kynna að Hrunið kunni enn að reynast lífsnauðsynlegt
kall til veruleikans fremur en náðarhögg. Árið 2005 bar enginn brigður
á blátt áfram rasísk ummæli Ólafs Ragnar Grímssonar forseta um hvað
Íslendingar væru frábærir,. En þegar hann brá sér í gervi eldfjalls árið
2010 olli hann aftur á móti miklu uppnámi og þau viðbrögð voru sjálf
gagnrýnd og umtöluð. Níu binda skýrslan um stjórnmál og viðskipti
í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins, sem var samin af óháðri
nefnd og gefin út af Alþingi, er langvinsælasta bók ársins 2010 og hefur
almennt verið hrósað sem ítarlegri, óvæginni og óhlutdrægri. Það er
löng vegferð framundan, en sameiginlega er verið að reyna að tengja orð
við veruleika. Þetta, möguleikinn að öðlast merkingu, liggur handan
stjórnmála og er í þeim skilningi hápólitískt.
Árið 2005, á meðan aðrir landsmenn lágu í pólitískum dvala, færðu
samtökin Saving Iceland með sér andkapítalíska aðgerðastefnu til
landsins í baráttu gegn áliðnaðinum. Fólk varð stórhneykslað á ósvífni
þeirra. Íslenskar andófshreyfingar höfðu í raun aldrei séð fyrir eða náð
fram breytingum. Eins og þegar hefur verið nefnt gengu herstöðvaand
stæðingar á hverju sumri áratugum saman frá bandarísku herstöðinni
og ítrekuðu fullvissu sína um að áorka engu í hverju skrefi aftur á bak.
Eftir á að hyggja gegndu hinar alþjóðlegu mótmælabúðir Saving Iceland
hlutverki þjálfunarbúða fyrir mótmælin 2008–2009 sem kölluð hafa
verið „búsáhaldabyltingin“. Aðferðafræði þeirra voru beinar aðgerðir,
að trufla aftur og aftur vinnu við stífluna sem verið var að byggja til
að útvega álverksmiðju Glencore International orku. Úrræði og verkleg
kunnátta baráttufólksins reyndust hafa mikla þýðingu eftir hrunið. Ekki
var þó síður mikilvægt það hugarfar sem breiddist út á milli manna –
sú einfalda sannfæring að orð og gerðir eru í tengslum við heiminn og
hafa áhrif á hann. Þessi óformlega hreyfing, sem varð til með frjálsum
tengslum einstaklinga, hefði ekki getað orðið til nema vegna EES og
Schengensáttmálanna sem neyddu Íslendinga til að halda opnum
gáttum fyrir evrópska ríkisborgara.33
Flestir af þeim vinstrisinnum sem eru ekki beinlínis andvígir umsókn
Íslands að Evrópusambandinu gera lítið úr mikilvægi hennar og segja
hana ekki skipta máli fyrir raunverulega, róttæka pólitík. Sumir leika út
báðum spilum. Ég er ekki sammála. Þar sem EESsamningurinn er nú