Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 86
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 86 TMM 2010 · 4 íslensku alþýðukonunnar Rósu sem fluttist til Englands skömmu fyrir fyrra stríð, giftist þar og eignaðist börn en sneri aftur til Íslands einstæð móðir. Með því að segja sögur af mæðrum sínum og eigin uppvexti leitar Kristín Eva uppruna síns, en hún uppgötvar um leið sjálfa sig sem sögu­ mann. Í innilokun fangelsisins er fátt við að vera, eitt af því sem hún finnur fró í er að leika sér með tungumálið, hún spinnur upp sögur og finnur upp orð til að fanga reynslu sína af frelsissviptingunni og nálægðinni við aðra fanga. Kristín Eva er heillandi sögumaður, hún setur sig óhikað í spor mæðra sinna, og í gegnum sögur þeirra og eigin reynslu ljúkast henni upp nýir heimar. Þótt hún sé kotroskin og stundum háfleyg sem sögumaður er hún líka sautján ára og forvitin um þann fullorðinsheim sem hún hefur þegar fengið forsmekkinn af. Frjósemi Rósu og fjörugt ástalíf vekja ekki síst forvitni Kristínar Evu, kynlíf er henni ekkert feimnismál og leikur stórt hlutverk, bæði í sögu hennar og móður hennar. Sögulegar skáldsögur Sindra Freyssonar draga eftirminnilega athygl­ ina að því hvernig þræðir Íslandssögunnar og einstaklinganna liggja víða um lönd. Fleiri skáldsögur sem komu út á síðasta ári nálgast sama efni á ólíkan hátt. Sú saga sem á mest sameiginlegt með Flóttanum er umdeild skáldsaga Böðvars Guðmundssonar, Enn er morgun. Það liggja margir þræðir milli þessarar sögu Böðvars og Ameríku­ sagnanna hans tveggja. Fjallað er um fólk að hrekjast milli landa. Frá­ sagnar aðferðin er keimlík, sögumaður segir frá ættingjum sínum, rekur sögu þeirra, uppruna og flakk um heiminn og tónlistin er eitt af leiðar­ stefjum þessarar sögu, rétt eins og í Híbýlum vindanna og Lífsins tré. Sögumaðurinn heitir Benjamín Andrésson og er ungur Reykvíkingur sem kominn er af Þjóðverjum, Bandaríkjamönnum, Svíum og Dönum. Hann er áhugamaður um ættfræði og getur rakið ættir sínar til fólks sem heitir Kohlhaas, Knudsen, Andersson og Wilbert, en í æðum hans rennur ekki „blóðdropi sem kominn er frá feðrunum frægu og frjáls­ ræðishetjunum góðu.“(8) Það er sama hlýja yfir frásögninni í þessari bók og Ameríkusögum Böðvars, tónn sögumannsins einkennist af vilja til að skilja persónurnar, tilganginn með athöfnum þeirra og þær ákvarðanir sem þær taka sem á stundum geta verið erfiðar. Benjamín hverfur að vísu nokkuð úr sögunni eftir að hún fer af stað fyrir alvöru. Hann rekur sögur af ættingjum sínum og smám saman þéttist sagan um örlög langafa hans, þýska gyðinginn Johannes Kohlhaas sem dregst inn í starf nazistaflokksins sem tónlistarmaður en hrekst svo til Íslands þar sem hann tekur þátt í uppbyggingu tónlistarlífs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.