Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 63
H o m e a l o n e a n d h a p p y
TMM 2010 · 4 63
Andi fyrri leigjenda fylgir stúdíói á besta stað. Húsgögnin eru tjásuleg,
hvert úr sinni áttinni, baststóll, glerborð, sigið rúm, þvældur leðursófi,
eldavél sem ég snerti ekki, ísskápur þar sem ég geymi lýsi, bókaskápur.
Einhver hefur skilið eftir úrklippubók í bókaskápnum. Ég hlusta á
Emiliönu og les:
Veðurathugunarmenn á Jan Mayen hlusta að staðaldri á óskalagaþátt
sjúklinga og telja hann tónlistarviðburð vikunnar. Ungfrú Ingibjörgu
Þorbergs dáðu þeir fyrir hlýja og viðfelldna rödd. Hafa þeir reist henni
altari í horni borðstofunnar og sett þar á konumynd í líkingu við dís
óska sinna og vona.
Þegar ég var fimmtán ára varð ég ástfanginn af stúlku sem var á for
síðunni á sovésku æskulýðsblaði. Blaðið fékk ég í sovéska sendiráðinu,
þar sem ég var heimagangur, sömuleiðis úrval úr verkum Marx og
Engels (á þýsku) í ilmandi leðurbandi.
En það var stelpan framan á blaðinu sem fangaði mig – Tatyana
Potapova frá Tobolsk í Síberíu, rjóð í kinnum með ljósa lokka, frjálsleg
í fasi en samt greinilega með köllun í lífinu. Ég þóttist vita, nei ég vissi,
að Tatyana Potapova væri svarið við öllum spurningum mínum í hinni
sálardrepandi leit að tilgangi lífsins.
***
Guðmundur í StóruÁvík hringir og segir mér að Jóna Sigurveig sé
dáin.
***
Stundum er óskaplega dimmt og stundum hefur myrkrið sigrað og
stundum er engin morgunsól. Hugurinn hefur gefist upp. Dauðinn
verður auðveldari en lífið.
Hvað er lífið? spurði Krákufótur.
Það er leiftur eldflugu um nótt. Það er andardráttur buffalós um vetur.
Það er lítill skuggi sem líður yfir grasið og hverfur inn í sólsetrið.
***
Ég vakna og gríp úrklippubókina: Bíóauglýsingar Morgunblaðsins frá 9.
apríl 1953: Drottning Afríku með Bogart og Hepburn í Gamla bíó.
Sómakonan bersynduga í Hafnarbíó, áhrifamikil og djörf, ný frönsk
stórmynd, samin af Jean Paul Sartre. Bönnuð innan 16 ára. Trípolibíó