Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 84
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 84 TMM 2010 · 4 ekkert í bægslagangi mínum við að afsanna kenningar sem þeim hefði aldrei dottið í hug að taka undir. „Þetta er bara saga af gömlum manni sem fer upp á heiði í vondu veðri að leita að kindum,“ sagði eldri maður á aftasta bekk og taldi málið þar með útrætt. Undir þetta má alveg taka. Og þá mætti líka segja að Harmur englanna sé bara saga um tvo menn sem ferðast um firði og fjallvegi í snjókomu og illviðri. Sagan er framhald af Himnaríki og helvíti sem kom út fyrir tveimur árum síðan. Þar er sagt frá sömu persónum og sögumenn eru þeir sömu. Þeir taka til máls í upphafi sögu og mynd þeirra er farin að skýrast. Þetta eru hinir dauðu úr þorpinu sem segja frá. Þeir eru staddir í einhvers­ konar limbói, geta hvorki komið né farið, eru dauðir en þó fastir við gömul heimkynni sín. Sögudraugarnir eru engir ærsladraugar – grunn­ tónninn í frásögnum þeirra og vangaveltum er tregi. Eins og í fyrri sögunni eru skáldskapurinn, lífið og dauðinn og önnur stór og voldug hugtök í forgrunni. Í upphafi sögu erum við stödd í þorpi á Vestfjörðum, ólíkt verbúðinni sem strákurinn hafðist við í upphafi fyrri bókarinnar er hann hér kominn í þéttbýli þar sem er fjölbreytt mannlíf, verslanir og veitingahús. Hann eygir líka möguleika á heimi handan þess sem hann hefur áður kynnst, fyrirheit um menntun eru meðal þess sem kemur upp í hendur hans á nýju heimili á gistihúsi hinnar dularfullu Geirþrúðar. Áður en strákurinn fær færi á því að mennta sig og kynnast heimi bóka og þeirrar menningar sem liggur handan fjallanna þarf hann þó að fara í ferðalag ekki ósvipað svaðilförinni í fyrri bókinni. Póstur á leið yfir Djúpið þarf fylgd og strákurinn er til­ valinn fylgdarmaður. Ferð þeirra saman og þar með bókin í heild er eins og millikafli í sögu stráksins og lesandinn er litlu nær í lok bókar um það hvort hann kemst einhverntíma á leiðarenda. Það er augljóslega heilt bindi eftir sem vonandi kemur sem fyrst. Ferð stráksins um firði og yfir fjöll í samfylgd hins skapstygga og sjó­ hrædda pósts er óralöng og gæti virkað langdregin á einhverja lesendur, en hún er mögnuð upplifun þeim lesanda sem nær takti við hana. Hann villist með stráknum og ferðafélaga hans, jafnvel þannig að sá lesandi sem þykist þekkja sig í umhverfi sögunnar á Vestfjörðum missir áttanna og hverfur í hríðina. Sögumenn eru ekkert að flýta sér og þeir gera þá kröfu til lesandann að hann geri það ekki heldur. Á leiðinni eru ýmis tilefni til að velta fyrir sér lífinu, snjónum, dauðanum og eilífðinni og ekki síst orðunum og skáldskapnum. Þótt hrynjandi bókarinnar sé hæg byggist upp spenna í huga lesandans, þótt tilfinningarnar geti líka verið blendnar; á köflum langar mann til að bylurinn haldi áfram og fer að treina sér síðurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.