Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 47
H r u n v i t s m u n a TMM 2010 · 4 47 strauma nútímahagfræði og marxismann og kemst að þeirri niðurstöðu „… að báðir þessir kenningaskólar hafa veitt ófullnægjandi skýringar á kreppum í kapítalískum samfélögum, eðli þeirra og orsökum, svo að í rauninni má tala um að þessir skólar séu sjálfir í kreppu. … Yfir­ standandi kreppa er ekki aðeins reiðarslag fyrir þá sem trúað hafa á hið sjálfstýrða markaðshagkerfi heldur afhjúpar hún grunnhyggni í for­ sendum og kenningarsmíð þeirra hagfræðinga sem aðhylltust gróflega einfaldaða mynd af efnahagslífinu. Kenningarnar og þær forsendur sem þær hvíla á voru í litlum tengslum við veruleikann.“22 Vitsmunahrunið: Ofmat á þekkingu – eða vanmat á þekkingarskorti Í öðru landi, í annari fræðigrein, veltir fólk fyrir sér líkt og Guðmundur hvort ekki séu brestir í skilningi okkar á gangverki samfélagsins. Bresku fræðimennirnir James Curran23 og Jean Seaton24 eru afdráttarlaust þeirrar skoðunar að hrun fjármálakerfisins hafi í raun verið mun víðtækara og finna megi orsakir og afleiðingar í menningu okkar og hugsunarhætti ekki síður en í efnahagskerfi okkar og að þar hafi afhjúpast veikleikar haustið 2008. Jafnvel hið menntaðasta fólk á það til að fylgja vanabundinni hugsun, gagn­ rýnilítið og án spurninga. Fullkominn tæknibúnaður leiðir ekki nauðsynlega af sér krefjandi eða vandaða hugsun. Hrun efnahagskerfisins veturinn 2008–2009 hefur gjarnan verið útskýrt sem lánsfjárkreppa eða hrun lánsfjármarkaða sökum þess að gríðarlegir efnahagslegir skjálftar fylgdu skyndilegri fjárþurrð á lánsfjármörkuðum sem á hinn bóginn átti sumpart rætur að rekja til þess að tiltrú og traust hvarf. Það má því allt eins tala um atburðina haustið 2008 sem hrun vitsmunalífsins sem varð vegna þess að yfirsýnina skorti. Fólk – almenn­ ingur – skildi ekki virkni tækja fjármálaheimsins sem voru notuð til að dreifa áhættu, – það skildi ekki fjármálalíkönin, það skildi ekki afleiðingar einstakra atburða og gjörninga sem höfðu nær öll einkenni hefðbundinnar bólu. Engu að síður voru áhrifin snögg og þeirra gætti á annan hátt en áður og að þessu sinni um allan heim. Og það átti eftir að koma í ljós að þeir sem héldu á og stýrðu þessum tólum og tækjum skildu þau ekki heldur. Hópur heilagra manna í hempu þekkingar hafði blessað almenning með málskrúði um fjárhagslegan ávinning og boðað þá huggun að einhver hefði skilning á gátunni miklu þó að við hefðum hann ekki sjálf. Við fólum öðrum að skilja þetta fyrir okkur. Skilningur almennings er nefnilega ekki bara lúxus sem hægt er að velja eða hafna. Án hans geta hrikalegir hlutir gerst.“25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.