Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 47
H r u n v i t s m u n a
TMM 2010 · 4 47
strauma nútímahagfræði og marxismann og kemst að þeirri niðurstöðu
„… að báðir þessir kenningaskólar hafa veitt ófullnægjandi skýringar
á kreppum í kapítalískum samfélögum, eðli þeirra og orsökum, svo
að í rauninni má tala um að þessir skólar séu sjálfir í kreppu. … Yfir
standandi kreppa er ekki aðeins reiðarslag fyrir þá sem trúað hafa á hið
sjálfstýrða markaðshagkerfi heldur afhjúpar hún grunnhyggni í for
sendum og kenningarsmíð þeirra hagfræðinga sem aðhylltust gróflega
einfaldaða mynd af efnahagslífinu. Kenningarnar og þær forsendur sem
þær hvíla á voru í litlum tengslum við veruleikann.“22
Vitsmunahrunið: Ofmat á þekkingu – eða vanmat á
þekkingarskorti
Í öðru landi, í annari fræðigrein, veltir fólk fyrir sér líkt og Guðmundur
hvort ekki séu brestir í skilningi okkar á gangverki samfélagsins. Bresku
fræðimennirnir James Curran23 og Jean Seaton24 eru afdráttarlaust
þeirrar skoðunar að hrun fjármálakerfisins hafi í raun verið mun
víðtækara og finna megi orsakir og afleiðingar í menningu okkar
og hugsunarhætti ekki síður en í efnahagskerfi okkar og að þar hafi
afhjúpast veikleikar haustið 2008.
Jafnvel hið menntaðasta fólk á það til að fylgja vanabundinni hugsun, gagn
rýnilítið og án spurninga. Fullkominn tæknibúnaður leiðir ekki nauðsynlega af
sér krefjandi eða vandaða hugsun. Hrun efnahagskerfisins veturinn 2008–2009
hefur gjarnan verið útskýrt sem lánsfjárkreppa eða hrun lánsfjármarkaða
sökum þess að gríðarlegir efnahagslegir skjálftar fylgdu skyndilegri fjárþurrð
á lánsfjármörkuðum sem á hinn bóginn átti sumpart rætur að rekja til þess að
tiltrú og traust hvarf. Það má því allt eins tala um atburðina haustið 2008 sem
hrun vitsmunalífsins sem varð vegna þess að yfirsýnina skorti. Fólk – almenn
ingur – skildi ekki virkni tækja fjármálaheimsins sem voru notuð til að dreifa
áhættu, – það skildi ekki fjármálalíkönin, það skildi ekki afleiðingar einstakra
atburða og gjörninga sem höfðu nær öll einkenni hefðbundinnar bólu. Engu
að síður voru áhrifin snögg og þeirra gætti á annan hátt en áður og að þessu
sinni um allan heim. Og það átti eftir að koma í ljós að þeir sem héldu á og
stýrðu þessum tólum og tækjum skildu þau ekki heldur. Hópur heilagra manna
í hempu þekkingar hafði blessað almenning með málskrúði um fjárhagslegan
ávinning og boðað þá huggun að einhver hefði skilning á gátunni miklu þó
að við hefðum hann ekki sjálf. Við fólum öðrum að skilja þetta fyrir okkur.
Skilningur almennings er nefnilega ekki bara lúxus sem hægt er að velja eða
hafna. Án hans geta hrikalegir hlutir gerst.“25