Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 67

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 67
A l l t a f s a m a s a g a n ? TMM 2010 · 4 67 Það hafa ugglaust einkum verið eldri kynslóðirnar, ömmur og afar, sem héldu tryggð við forna efnið. Margt getur meira að segja leitt hugann einkanlega að kerlingum þessa lands, sem stundum hafa verið lofsungnar, enda þýðir edda meðal annars formóðir. Konur eru að jafn­ aði fastheldnari á forna siði en karlar, sem eru bæði nýjungagjarnir og hvatvísir. Það voru líka karlar sem ákváðu að taka við trúnni árið 1000. Ég vildi geta séð framan í suma þeirra, þegar þeir komu heim og sögðu konum sínum tíðindin: „Jú, meðal annarra orða: Við skiptum um trú!“ Margt hefur þá verið fussað, ef ég veit rétt. Smám saman urðu konurnar að beygja sig, en þær höfðu ekki gleymt öllu. En það er nú svo með munnsögur að þær varðveitast ekki nema ein­ hverjir séu áheyrendurnir. Það voru engir söfnuðir, og þegar fram liðu stundir engir heiðnir sértrúarflokkar, svo við vitum, og þá er auðveld­ ast að hugsa sér að gömlu sögurnar hafi orðið skemmtiefni, afþreying, jafnvel smám saman brandarar. Á það má benda að það lítið sem segir af Óðni og félögum í Sturlungu virðist einkum vera gamansögur. Þor­ björgu prestsfrú í Reykholti hefur til dæmis vafalaust ekki verið fúlust alvara, þegar hún sagði að Hvamm­Sturlu langaði mest að líkjast Óðni. Það var brandari, þótt hann væri kannski óvenju illkvittinn af því hníf­ stungan fylgdi. Eitthvað svipað var væntanlega á ferðum þegar Vatns­ firðingar kölluðu Sturlu Sighvatsson Dala­Frey. Með tímanum hafa goðsögurnar sljóvgast og blandast, aflagast og smám saman gleymst. Allt annað væri fráleitt á tímanum sem líður frá kristnitöku og þangað til við vitum að farið er að safna sögum, svo sem 200 árum síðar. Þá eru einar sex kynslóðir gengnar. Það sama gilti um eddukvæðin. Ef engir voru áheyrendurnir sátu menn ekki og tuldruðu Völuspá eða Grímnismál. Það hefur orðið að búa til aðstæður. Kannski var það í matarboði á höfuðbólinu, kannski gömul og slitin amma sem bíaði börnunum í kotinu. Allt er hugsanlegt nema hið opinbera varðveislusvið. Heiðnar trúarsamkomur leyfðust áreiðanlega ekki nema allra fyrstu árin eftir kristnitöku. Við munum seint vita hvernig staða mála var þegar Snorri Sturluson byrjaði að safna efni til Eddu sinnar. Vitum ekki einu sinni hvenær hann byrjaði né á hverju. Fór hann kannski að safna vísum í Odda meðan verið var að setja saman Noregskonungatal?2 Byrjaði hann fyrst að safna goðsögum þegar hann var kominn í Borgarfjörð? Það er ógerningur að búa sér til lærða getgátu hvað þá meira. Hitt vitum við, að einhvern tíma á fyrstu áratugum þrettándu aldar stendur hann uppi með ótrúlegt safn vísna og kvæða að fráteknum goðsögnum í lausu máli. Allt skiptir þetta máli fyrir þá umfjöllun sem hér er á ferð. Og þá er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.