Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 71
A l l t a f s a m a s a g a n ? TMM 2010 · 4 71 bókarútgáfu Snorra­Eddu þar sem við erum frædd á því að Rati sé bor, sem Baugi, Suttungsbróðir, á að hafa notað til að bora Óðni leið inn í Hnitbjörg (þau björg eru vel að merkja ekki nefnd í Hávamálum). Sé nú Rati bor í erindi 106 er hann greinilega flóttatæki mælandans, ekki tól til að opna inngönguleið heldur undankomuleið. Er þá ekki þegar tími til kominn að spyrja: Er þetta sama saga? Vandræðin aukast í 107. erindi og jafnvel hörðustu andleiðrétt­ ingamenn hafa yfirleitt, sýnist mér, beygt sig undir að leiðrétta jarðar í jaðar.6 Af samhenginu er þó ljóst að einhver er kominn upp á eitthvað og kannski fremur jörð en jaðar. Spurningin sem mér finnst hins vegar gleymast er hver er það? Jú, aftur er farið í Snorra­Eddu og sótt sú skýring að Óðrerir sé ketillinn sem skáldamjöðurinn var geymdur í. Fyrir þessu er að sjálfsögðu engin eldri heimild en Snorra­Edda. Eitt skáld, Einar skálaglamm, virðist nota kenninguna alda hafs Óðreris um staka vísu eða kvæði, sem hann segir þjóta. Galli er að þessi vísuhelmingur er aðeins varðveittur í Snorra­Eddu! Orðsifjafræði segir okkur að óðhrærir, óðrørir sé sá sem lyfti geði manns, þ.e. skáldskapurinn og færist síðan yfir á kerið sem skáldamjöðurinn var geymdur í. Kyndugt er að þetta nafn stingur mjög í stúf við hin kerin, Són og Boðn, en það kann vitanlega að eiga sér ýmsar skýringar.7 – Sögnin hræra, þ.e. ,hreyfa‘, er höfð í kveðskap um að hrista fram vísu (sjá Lexicon poeticum): hræra Óðins ægi, hræra Boðnar báru, hræra Hárs (Óðins) saltunnu hrannir – þetta síðasta reyndar frá Snorra sjálfum úr Háttatali. En nú kann hörgabrjótur að spyrja: Af hverju ekki ,skáld‘? Er ekki sá sem hrærir óðinn einmitt skáldið? Og hver á fremur skilið það kenniorð en Óðinn? Og kann þar með ekki að vera að sá sem upp er kominn í vísu 107 sé einmitt hann sjálfur? Það kæmi mjög vel heim við það síðborna erindi, 140, þar sem segir: Fimbulljóð níu nam eg af inum frægja syni Bölþórs Bestlu föður, og eg drykk of gat ins dýra mjaðar, ausinn óðreri. Hér er minnst á hinn dýra mjöð og hann var ausinn skáldinu, ef mín túlkun á nafninu er rétt (annars ber vitanlega að rita Óðreri)! Reyndar er ættfræðin í þessu erindi mjög flókin og líklega best og skáldlegust skýringin sem Gísli Sigurðsson nefnir fyrsta, að þarna sé Óðinn að tala um sjálfan sig, hafi sem sagt ekki þurft að læra af öðrum. Vandinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.