Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 97
L e s i ð í s k u g g a h r u n s i n s TMM 2010 · 4 97 meiri en á fyrri skáldsögum Eiríks, hann leyfir sér meira, bæði flóknari stíl og meiri hasar og læti í lýsingum og atburðum. Fyrirferðarmestu persónur sögunnar eru hjónakornin Millý og Hall­ dór Garðar, sem bæði sitja á þingi, hún brennur í andanum fyrir hug­ sjónum jafnréttis og bræðralags, hann hefur sannfært sjálfan sig um hug­ sjónir frjálshyggjunnar og dreymir raunsæja drauma um einkavæðingu skólalóða og fleira fallegt ásamt vinum sínum úr flokknum. Sagan hefst á þingsetningu og þar er Halldór fjarri góðu gamni. Hann hefur orðið fyrir þeim ósköpum að sjá í gegnum sjálfan sig. Hann gerir sér grein fyrir því að hann vill ekki lengur leika hlutverk sitt á þingi sem frjáls­ hyggjumaður. Þessi innsýn hans í sjálfan sig leiðir þó ekki til þess að hann taki nýja stefnu í lífinu, þvert á móti. Halldór flýr heiminn, lokar sig inni á hótel­ herbergi og fer huldu höfði meðan byltingin nálgast óðfluga. Og hér fer lesanda sem þekkir verk Eiríks Arnar að gruna eitthvað sérkennilegt samhengi milli Gæsku og síðustu skáldsögu Eiríks, Eiturs fyrir byrjendur. Söguhetja þeirrar bókar heitir líka Halldór og hann flýr líka veruleikann þótt veruleikaflótti hans sé róttækari og óræðari en nafna hans þingmannsins. Karlkynið í sögum Eiríks er ósköp aumt og ekki bara í einkalífinu, hrunið hefur afdrifarík áhrif á valdahlutföll kynjanna. Ásamt Halldóri og Millýju er í Gæsku sögð saga tveggja annarra fjöl skyldna. Freyleif, aðstoðarkona Millýjar, er gift gröfumanninum Óla Dóra, einnig koma við sögu flóttamennirnir Kadír og Fatíma og barnung dóttir þeirra. Þar með er þó ekki allt upp talið. Gæska setur glæsilegt Íslandsmet í mannfjölda í íslenskri skáldsögu áður en yfir lýkur. Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson, sem nefnd var hér að framan, endar á hálfgerðri uppgjöf sögumannsins sem hefur orðið vitni að ragnarökum dauða og brjálsemi. Hann getur ekki boðið upp á aðrar lausnir en þær sem felast í orðunum: „Verið góðir hver við annan“. Gæsku lýkur á svipuðum boðskap. Í lok sögunnar stendur ekki annað til boða en að mæta vandamálunum með góðmennskuna og gæskuna að vopni. Og að lokum er eins og írónían sé endanlega á bak og burt. Lausnin er ekki einföld, það er hæpið að hún sé framkvæmanleg, en hún er það eina sem er í boði. Árið 2009 var fyrsta árið eftir hrun. Bókmenntirnar mörkuðust af því eins og allt annað, og þannig verður það enn um sinn. Þetta var árið sem maður las allar bækur eins og þær fjölluðu um það sama: hrun, spill­ ingu og von um endurreisn. Sá tími er ekki liðinn. Við munum sjá spor
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.