Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 134

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2010 · 4 Um kvöldið þegar við vorum að taka plastið utan af bókunum kom í ljós að við höfðum keypt nokkrar sem við áttum fyrir. Harpa sagði að það væri í fínu lagi af því bækurnar væru svo litríkar og tækju sig vel út á dreif um svarta hillusamstæðuna. Ég var sammála […] Og vinahjón okkar voru sammála […] þau tóku nokkur skref frá bókunum, til að sjá þær betur, litu á hvort annað og töluðu lengi um „skemmtilega lausn“. Fljótlega eftir þetta skelltu þau sér í forlagsverslunina og keyptu sjö sett af ritröðinni, tæplega þrjúhundruð bækur, til að fylla smekklegu spíralvegghillurnar sem þau höfðu keypt um vorið og tóku sig ekki nógu vel út tómlegar. […] Ég var hættur að sjá bækurnar í hillunum, þær voru hættar að vera bækur og orðnar hluti af sviðsmyndinni. Þess vegna kom mér hálfpartinn á óvart þegar ég gat lagt fingur á eina þeirra og dregið hana til mín, kom mér á óvart að hún skyldi hvorki vera úr plasti né tré og ekki einu sinni föst við hinar bækurnar. Þetta var á miðviku­ daginn. Ég er búinn að lesa fjórar bækur í vikunni. Það er örugglega persónulegt met (bls. 26–27). Bankster er algjör samtímasaga. Hún er skrifuð í beint inn í samtíma sem mun líklega seint gleymast. Þetta er látlaus bók, lágmælt raunsæi. Í henni fer ekki fram kröftugt uppgjör eða hvöss gagnrýni á aðdraganda og eftirmála hrunsins. En þeim mun nöturlegri verður myndin sem hún dregur upp af af hugmyndum og viðhorfum nokkuð afmarkaðs hóps tiltekinnar kynslóðar sem tók sín fyrstu skref í atvinnulífinu og naut góðs af blekkingarleik efnhagsuppgangsins á Íslandi á fyrsta áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Silja Aðalsteinsdóttir Heimsókn í gamalt safn Matthías Johannessen: Vegur minn til þín. Ástráður Eysteinsson annaðist útgáfuna og ritaði eftirmála. Háskólaútgáfan, 2009. Nýjasta ljóðabók Matthíasar Johannessen, Vegur minn til þín, er falleg bók, í óvenjulegu en smekklegu broti og með listrænum ljósmyndum eftir Önnu Jóa myndlistarkonu á kaflaskilum og á kápu. Þetta er líka mikil bók að vöxtum; við erum ekki vön ljóðabók (sem ekki er safn úr fleiri bókum) upp á 250 síður, og hugsanlega hefði hún orðið sterkari styttri, en ekki hefði verið auðvelt að skera hana niður. Á eftir ljóðunum er birt ritgerð eftir Ástráð Eysteinsson, ritstjóra bókarinnar, ítarleg úttekt á efni bókarinnar á 15 blaðsíðum. Það krefst nýrra vinnubragða að skrifa um bók sem hefur að segja má inn­ byggðan ritdóm, og það fór að sækja á mig við lestur ljóðanna að einbeita mér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.