Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 30
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n 30 TMM 2017 · 4 arann 1526, en meðal áheyrenda voru hraðritarar sem skráðu þá jafnóðum niður. Þessi upprit gengu síðan milli manna, en fyrirlestrarnir voru loks gefnir út árið 1532, eftir að Lúther hafði farið yfir textann og ritað formála að honum. Ritið kom fyrst út á latínu en var síðan þýtt á þýsku og gefið út í Witten berg 1559.4 En einmitt í 9. kafla Prédik arans er að finna merka umfjöllun um listina að deyja og listina að lifa. Kaflanum má skipta í tvo hluta, auk inngangs (v.1) og niðurlags (v.11–12), undir yfirskriftinni memento mori (l.) (v.2–6) og carpe diem (l.) (v.7–10) eða „minnstu þess að þú deyrð“ og „njóttu dagsins“.5 Má vel segja að 9. kafli Prédik arans hafi haft mótandi áhrif á sýn kristninnar á vægi lífsgleðinnar andspænis veruleika dauðans.6 Það er því við hæfi að athuga umfjöllun Prédik arans og skoða síðan hvernig Lúther útfærir hana í skýringum sínum. Þegar íhuganir þeirra eru rannsak- aðar kemur fram merkilegur samhljómur, þó að um það bil 1800 ár skilji þá að í tíma. Það er því við hæfi að bera þessa heiðursmenn og tíðaranda þeirra saman áður en hugað er að 9. kafla Prédik arans og útleggingu Lúthers á honum. Það gefur að skilja að í leiðinni er nauðsynlegt að huga að umfjöll- unum nokkurra ritskýrenda samtímans um textann.7 2. Prédik arinn og Marteinn Lúther Þegar Prédik arinn og Lúther eru bornir saman koma fram nokkrir sameigin- legir þættir. Í samtíma beggja tók gerð samfélagsins stakkaskiptum á sviði efnahags- og atvinnumála, í stjórnskipun og stjórnsýslu, stjórnmálum og menningu. Aðstæður þeirra kröfðust endurskoðunar og endurmats á grunn- gildum samfélagsins. Og þetta endurmat fór fram innan þeirra skóla sem höfðu það hlutverk að mennta og undirbúa unga menn til að gegna ábyrgðar- stöðum og leiða þær breytingar sem samfélagið var að ganga í gegnum. Annars vegar á hellenska tímabilinu í Jerúsalem þegar fulltrúar spekinnar störfuðu, þ.á m. Prédik arinn, undir lok þriðju aldar f. Krist og hins vegar á síðmiðöldum innan háskólanna m.a. í Wittenberg þar sem Lúther starfaði. Prédik arinn hefur að öllum líkindum unnið sem kennari við „spekiskóla“ í Jerúsalem á árunum 250–190 f. Kr. og var markmið kennslunnar að undirbúa unga menn til að sinna störfum í stjórnsýslunni, í musterinu, hjá ríkisvaldinu eða annars staðar.8 Á síðustu öld fannst handrit af bók Prédik arans í Kúmran sem er frá því um 175 til 150 fyrir Krist og þar sem vitnað er í ritið í Síraks- bók9 (sem er frá því um 175 f.Kr.), telja fræðimenn að ritið Prédik arinn sé tekið saman af Prédik aranum og síðar lærisveinum hans á síðari hluta þriðju aldar f. Kr. Í þessu samhengi er ljóst að Prédik arinn hefur starfað í Jerúsal- em á árunum frá 250 til um 190 á svokölluðu hellenska tímabili. Svo kallast tímabilið í sögu Ísraels frá þriðju öld og langt fram á fyrstu öld f.Kr.10 Eftir herleiðangra Alexanders mikla (356–323 f.Kr.) 332. f. Kr. verða m.a. löndin fyrir botni Miðjarðarhafs að grísku yfirráðasvæði. Þegar Alexander fellur frá skiptist veldi hans á milli helstu áhrifamanna þess. Palestína, Júdea og Jerú-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.