Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 31
R a u n s æ l í f s g l e ð i TMM 2017 · 4 31 salem tilheyra nú ríki Ptolemea sem voru með höfuðborg sína í Alexandríu í Egyptalandi. Þeir ríktu yfir Palestínu á árunum 323–198 f.Kr.11 Jerúsalem var stjórnað af umboðsmanni þeirra og var æðsti presturinn í Jerúsalem helsti bandamaður hans. Það má vel líta svo á að Júdea hafi verið sjálfstæð í innri málum þ.e.a.s svo lengi sem skattar voru greiddir og stjórnsýslan laut Ptolemeum. Must- erið var auðugasta og áhrifamesta stofnunin í Júdeu eða Jerúsalem. Vald æðsta prestsins var mikið og mætti líkja valdi Musterisins í Jerúsalem við guðræði. En miklar samfélagsbreytingar fylgdu í kjölfar grískra yfirráða.12 Áhrif grískrar menningar og þar með heimspeki voru mikil og neyddust fulltrúar hebreskrar trúararfleifðar til að takast á við þessa nýju strauma og hugmyndir.13 Ritið Prédik arinn er afrakstur þeirra. Það hefur af mörgum verið nefnt fyrsta hebreska heimspekiritgerðin. Stjórnarfarið og efnahagslífið tók auk þess miklum breytingum. Gamlar hefðir og venjur á vinnumarkaði áttu í vök að verjast. Einstaklingshyggja og ný vinnusiðfræði kom fram á sjónarsviðið. Hagkerfið breyttist þar sem peningaviðskipti leysa vöruskipti af hólmi. Bankastarfsemi og fjárfestingar erlendra auðmanna á landi í Ísrael gjörbreyttu aldagömlum akuryrkjubúskap bænda. Ritskýrendur tala um kapítalíska þróun á þessu tímabili. Afleiðingarnar voru miklar, m.a. urðu bændur að selja jarðir sínar upp í skuldir, gerast leiguliðar eða lentu jafnvel í þrældómi o.s.frv. Stéttaskipting jókst og það kom fram ný milli- og yfirstétt sem leyfði sér lúxus og nautnir að grískri fyrirmynd. Menn tóku auk þess að tileinka sér gríska siði og menningu.14 Eins og áður er getið var Musterið í Jerúsalem valdamikil stofnun. Eftir heimkomu Ísraelsmanna úr útlegðinni í Babýlon 538 f.Kr. og vígslu Must- er isins 515 f.Kr. tók það yfir hlutverk konungsvaldsins. Musterið varð nú stærsti landeigandi og atvinnuveitandi í Ísrael og sem stofnun þarfnaðist það öflugrar stéttar embættismanna. Í Jerúsalem voru reknir skólar þar sem ungir menn öðluðust menntun til að gegna störfum á vegum eða í tengslum við Musterið. Á hellenska tímabilinu var trúararfleifðin varðveitt í þeim og innan embættismannastéttarinnar, löguð að nýjum aðstæðum og þróuð áfram í átökum við nýjan tíma og samfélagsgerð. Þar var leitað til spekihefðarinnar og telja fræðimenn að í einum þessara skóla hafi höfundur Prédik arans starfað.15 Í ritinu er hann kenndur við Salómon konung, en það er gert til að draga fram tengsl spekihefðarinnar við sögu Ísraels.16 Hver hann var er ekki vitað. Staða Musterisins í fornöld kallast nokkuð á við stöðu kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Þá var kirkjan eina stofnunin sem hélt velli þegar Vestur-Róm- verska heimsveldið féll. Kirkjan tók þá yfir margar af þeim skyldum sem keisarinn eða keisaraveldið hafði sinnt. Biskupinn í Róm varð að páfa og í reynd að kirkjulegri útgáfu af keisara. Í samhengi þessa má vel segja að hlutverk háskólanna á miðöldum hafi verið líkt og spekiskólanna forðum í Jerúsalem, þó umfangið hafi verið annað og meira.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.