Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Side 33
R a u n s æ l í f s g l e ð i TMM 2017 · 4 33 þessara höfunda. Prédik arinn stendur frammi fyrir þögn Guðs sem dauðinn virðist innsigla. Hann leitar í hversdagsleikanum eftir tilvísunum til bless- unar Guðs og hafnar jafnt hefðarhyggju sem dvelur í fortíð og sýnum heims- slita fræðanna um nýsköpun alls. Bæði fortíðar- og framtíðarþráin hlekkja manninn að mati Prédik arans við fjarlæga tíma sem koma daglegu lífi hans lítið við. Prédik arinn kennir að vissulega móti hverfulleiki tilverunnar ánægjustundir lífsins, þær séu hverfular eins og allt annað en einmitt fyrir það beri að virða þær. Í hverfulleika sínum veita þær lífinu merkingu. Lúther aftur á móti telur að þögn Guðs sé rofin í eitt skipti fyrir öll í krossfestingu Krists og upprisu. Fagnaðarerindið um náð Guðs og fyrirgefningu verður þar með grundvöllur alls, en það vísar manninum einmitt til hversdagsleikans og lýkur þar upp blessunum Guðs. Prédik arinn og Lúther leggja þannig áherslu á sömu þætti og hamra á vægi lífsgleðinnar þrátt fyrir og einmitt vegna þess skugga sem dauðinn varpar yfir líf mannsins. 3. Fallvaltleiki alls – memento mori Þegar skýringarrit um Prédik arann eru skoðuð, má greina tvær megin áherslur. Annars vegar eru það þau sem virða Prédik arann fyrir að vera fyrsta heimspekilega úttektin í hebreskri guðfræðisögu, en eru um leið gagn- rýnin á að það sé gert undir formerkjum tómhyggju eða nihilisma.21 Hins vegar höfundar sem þvert á móti telja að ritið endurspegli jákvæða afstöðu til lífsins, þrátt fyrir þá tómhyggju sem mögulegt sé að lesa inn í þverstæður veruleikans.22 Undirritaður er hliðhollari þeirri túlkun. Í inngangi 9. kaflans (v.1) gagnrýnir Prédik arinn að fullyrðingin um að maðurinn uppskeri eins og hann sái eigi alltaf við.23 Hann grípur þar til sígildrar framsetningar á henni úr spekihefðinni: „Hinir réttlátu og vitru og verk þeirra eru í hendi Guðs“ (1. vers). Þessi kenning er alla jafna lögð að jöfnu við viðleitni mannsins til að réttlæta sig fyrir verk sín og kallast verkaréttlæting. Vandi kenningarinnar er sá að í henni er gengið út frá því að kerfi verkaréttlætingar sé innbyggt bæði í veruleikann og að allt lúti því. Menn dragi síðan óhikað þá ályktum, þegar eitthvað bjáti svo á, að þá þurfi viðkomandi bara að finna orsök þessa í breytni sinni, iðrast, játa sekt sína og bæta fyrir hana og þá muni allt falla aftur í ljúfa löð. Tekist var á um rétt- mæti þessarar kenningar m.a. innan spekihefðarinnar, eins og Jobsbók vitnar um, en í lokakaflanum er Job látinn, þrátt fyrir alla gagnrýni á kenninguna, beygja sig undir réttmæti hennar.24 Þessu hafnar Prédik arinn og er hér gagn- rýninn á Jobsbók. Í fyrri hluta níunda kafla er öllum tilraunum mannsins til verkaréttlætingar, jafnt á veraldlega sem andlega sviðinu hafnað og með orðunum: „Hvorki ást né hatur veit maðurinn fyrir, allt bíður síns tíma,“ sem Prédik arinn útfærir svo: „[H]ið sama hendir alla, sömu örlög mæta réttlátum og óguðlegum, góðum og illum […] Það er ókostur við allt sem við ber undir sólinni að sömu örlög mæta öllum“ (v.2–3).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.