Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 66
A ða l s t e i n n E y þ ó r s s o n o g B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 66 TMM 2017 · 4 höfunda og taldar ortar á 14. öld; hins vegar Íslendingadrápu, eignaða Hauki Valdísarsyni sem á að hafa verið uppi á 12. öld. Undir lok miðalda kom síðan upp sú tíska í veraldlegum skörungaskrám að velja saman níu kappa frá ýmsum tímum og löndum sem urðu þá eins konar fulltrúar þeirra eiginleika sem mestu þóttu skipta: Vopnfimi og sigursældar á vígvelli, ásamt stjórn- visku. Skörungarnir níu (fr. neuf preux; e. nine worthies) koma fyrir í bók- menntum og ekki síður myndlist. Þeir eru raktir til miðaldakvæðis (fr. chan- son de geste) eftir Jaques de Longuyon, Les voeux de paoen (Heit páfuglsins) en það er frá upphafi 14. aldar (McMillan 1979b: 113). Þeim níu körlum sem de Longuyon teflir fram sem fyrirmyndum í riddaralegum dyggðum er skipt í þrjár deildir, sem vitna um þrenns konar lög. Fyrst eru taldir þrír heiðnir garpar: Hektor Trójukappi, Alexander mikli og Júlíus Caesar. Þá koma þrír gyðingar: Jósúa, Davíð konungur og Júdas Makkabeus. Loks eru þrír kristnir höfðingjar: Karlamagnús, Artúr konungur og frankverski riddarinn Godfrey af Bouillon, leiðtogi fyrstu krossferðarinnar. Með því að tengja saman ólík tímaskeið og hefðir í skema skörunganna níu, var staða riddarans sem hetju njörvuð niður á mörkum skáldskapar og sögu. Þar með var hægt að miðla riddaraskapnum – með öllum sínum formúlukenndu einkennum og léns- valdahugmyndum – sem sögulegum arfi. (Starn 1986: 74–75). Níu manna listinn öðlaðist enda fljótt miklar vinsældir; og liðsskipanin hélst að mestu óbreytt næstu aldirnar. Frá því á fyrstu öldum kristninnar var viðhorf kirkjunnar til kvenna ekki beinlínis jákvætt, þær voru jafnan taldar stórvarasamar verur, nátengdar hinu illa og uppspretta fýsna og spillingar. Fyrrnefndur Hieronymus kirkju- faðir, slær því t.d. föstu í ritinu Epistola adversus Jovinianum að eina dyggðin sem yfirleitt geti prýtt konu sé hreinlífi. Lærðir menn höfðu einnig fyrir satt að þar eð latneska orðið virtus (dyggð) væri dregið af vir (karlmaður), væri tómt mál að tala um dyggðuga konu nema hún hefði karlmannlega eigin- leika. Viðhorf af þessu tagi eru áberandi í ritum kirkjufeðra og miðaldaguð- fræðinga þar sem vöngum er velt yfir hlutverki og stöðu kvenna í kristnu samfélagi, en sú umræða er ansi broguð og mótsagnakennd – og lýsir því kannski öðru fremur hversu kirkjunnar menn urðu oft ringlaðir og ótta- slegnir við tilhugsunina um konur. (MacMillan 1979a: 3–4) Því hefur verið haldið fram að á 14. öld hafi ýmsar þjóðfélagsbreytingar í Vestur-Evrópu orðið til þess að konur væru meira metnar en áður. Það hafi færst í vöxt að velstæðar konur, ekki síst ekkjur, væru fjárhagslega sjálfstæðar og fengju aðild að gildum kaupmanna og handverksmanna. Jafnframt hafi orðið algengt að aðalskonur stæðu fyrir búi enda hafi þetta verið ófriðartími og karlarnir iðulega uppteknir í hernaði. Konur hafi því óhjákvæmilega orðið meira áberandi í efri lögum samfélagsins og þjóðfélagsstaða þeirra styrkst. (McMillan 1979a: 1–3). Þetta á þó sennilega frekast við ákveðin lönd í Evrópu, ekki síst Niðurlönd og sumpart England (Ogilvie 2003: 20–21; 96; 137– 138 og 179 t.d.). En víst er hins vegar að „varnarritum“ um konur fjölgaði á þessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.