Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Qupperneq 67
„ a l d r e i s t ú l k u r u p p í v i n d / ó ð a r s l e n g j a l í n u m TMM 2017 · 4 67 skeiði þar sem rakin voru afrek framúrskarandi kvenna. Um 1360 samdi ítalska skáldið Giovanne Boccaccio til að mynda ritið De mulieribus claris (Um frægar konur) þar sem hann segir frá ævi 106 nafntogaðra kvenna og litlu síðar rekur Geoffrey Chaucer á Englandi dæmi um frægar kvenhetjur í The Legends of Good Women og í prólógus The Wife of Bath.3 Afstaða beggja virðist nokkuð lituð af hefðbundinni kvennasýn kirkjunnar en í stað þess að lofa hreinlífar konur, draga þeir fram sögur af herskáum drottningum sem létu til sín taka á vígvelli og stjórnuðu ríki sínu, með öðrum orðum, konum sem voru gæddar „karlmannlegum“ dyggðum. Chaucer og Boccaccio hafa verið taldir ansi tvöfaldir í roðinu í kvenna-„lofi“ sínu og því hefur meðal annars verið haldið fram að Christine de Pisan hafi afbyggt „lof“ Boccaccios í bók sinni Le Livre de la Cité des Dames (Bókin um borg kvennanna) sem er frá upphafi 15. aldar (Spongberg 2009: 1; um Chaucer sjá t.d.: Percival 1998: 110 og Cox 1993: 207–237). Víst er að minnsta kosti að bók Christine lagði sitt til querelle des femmes eða spurningarinnar um konur, en svo eru nefndar deilur um siðrænt eðli og hæfileika kvenna er hófust um 1500 og stóðu fram yfir lok endurreisnartímabilsins (Hicks 2014: 20). Þegar líða tók á 14. öldina fóru einnig að koma fram listar yfir níu framúr- skarandi kvenskörunga, sambærilegir við lista yfir karlskörunga sem fyrr voru nefndir. Þar er franska skáldið Eustache Deschamps oftast nefnt til sögunnar en hann var meðal þeirra fyrstu er létu frá sér fara níu kvenna skrá – í tveimur ballöðum – sem hann kallaði Neuf preuses til samræmis við heitið yfir hina níu fræknu karla. Þar var þó vikið frá jafnri skiptingu milli heiðinna, gyðinga og kristinna. Raunar var meira en helmingur hinna níu kvenskörunga Deschamps úr hópi heiðinna amasóna en hugmyndin um skörungana níu sem amasónur er rakin til Jehan Lefévre. Hann var ögn fyrr á ferð með kvennaskrif sín en Descamps og samdi hina merkilegu bók Livre Lëesce sem andsvar við kvenfjandsamlegum verkum eins Roman de la Rose. (Legaré 2011: 179) Kvennalisti Deschamps varð aldrei fastur í sessi eins og karlalisti de Longuyons og fjölmargar útgáfur af kvenskörungunum níu voru í umferð næstu aldirnar með ólíkri liðsskipan. Þar fengu kvenhetjur gamla testamentisins og hins kristna heims gjarna aukið vægi. Lengi eimdi þó eftir af fordæmi Dechamps og í kvenskörungaskrám af þessu tagi er ekki síst að finna konur sem nafntogaðar eru fyrir hernaðardáðir og manndráp. Meðal þeirra sem hvað oftast eru nefndar í níu kvenna skörungaskrám 14.–17. aldar eru heiðnar drottningar á borð við Semiramis í Babýlon, Dídó í Karþagó, Tómíris (Tamyris/Tamiris) í Skýþíu, Kleópötru hina egypsku, Zenóbíu í Palmíru og Penþesileu drottningu amasónanna í grískum sögnum. Af konum gamla testamentisins voru hvað vinsælastar þær Ester, Júdit, Debóra og Jael en þegar kom að hinum kristna heimi var kvennavalið meira á reiki og réðst að nokkru af stað og stund. (Wright 1947: 627–629; McMillan 1979b: 128–130 t.d.) Algengt var þá að nefna til sögu drottningar sem voru atkvæðamiklar við ríkis- og herstjórn eins og Jóhönnu I drottningu í Napólí,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.